Morgunblaðið - 18.12.2005, Side 23

Morgunblaðið - 18.12.2005, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 2005 23 Árbæjarútibú flytur Opnum nýtt og glæsilegt útibú að Kletthálsi 1 þann 19. desember. 410 4000 | landsbanki.is Í SL EN SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S L BI 3 07 03 12 /2 00 5 meta þörfina. Við stöflum okkur í jeppa, ég, nokkrir starfsmenn frá Súdan, einn frá Úganda og annar frá Kenýa. Við ökum lengi, lengi, þótt á landakortinu færumst við vitanlega ekki spönn frá rassi. Þeg- ar við komum jeppanum upp í 60 km hraða á örstuttum kafla brosir bílstjórinn út að eyrum. „Hrað- braut í Súdan!“ segir hann og skellihlær. Fyrsti áfangastaður er lítið þorp þar sem mér er tjáð að eins og hálfs klukkutíma gangur sé að næsta nálæga skóla. Það er kannski engin furða að börn úr þorpinu sæki hann ekki. Í Suður-Súdan vantar ekki einungis sjálfar skóla- byggingarnar. Þar vantar einnig menntaða kennara og raunar laun fyrir þá sem kenna í skólunum sem fyrir eru. Mislingar hafa stráfellt börn á svæðinu og ég spyr hversu langt sé í næstu heilsugæslu. Svarið er tveir dagar á göngu. „Það er það sem ég segi, í Suður- Súdan þurfum við að byggja upp allt það sem ætti að vera hérna en er ekki. Við þurfum vegi, skóla og læknisþjónustu. Það vantar allan infrastrúktúr hérna,“ segir karl- maður á staðnum. Skortur á vatni reynist verulegur þarna að mati starfsmanna Oxfam. Á þurrkatímabilinu þurfa margir að fara langar leiðir til að nálgast vatn. Sumir þramma allt upp í klukkutíma. Síðan þarf að fara alla leiðina til baka. Sjálf göngum við tæplega hálf- tíma í sólinni og skoðum vatnsból sem er við það að þorna upp. Vatn- ið er mjólkurlitt. Þegar lengra verður liðið á þurrkatímabilið og vatnsbólið þurrt, þurfa þeir sem þangað leituðu að halda enn lengra. Á öðrum stað eftir aðra gönguferð lek ég niður af hita. Ég gæti ekki gengið í heilan klukkutíma hérna, hvað þá með marga lítra af vatni í brúsa á höfðinu. „Það breytir öllu fyrir stað eins og þennan að fá borholur. Það er nægt vatn hérna undir, við þurfum bara að geta nálgast það og dælt því upp úr jörðinni,“ segir leiðtogi á svæðinu áður en við höldum heim á leið. Hann er afar áhyggjufullur yf- ir vatnsskortinum og segir alla í þorpunum í kring reiða sig á hann. Sjálfur viti hann hreinlega ekki hvað hann eigi að gera. Þorp eða stórborg? Sá sem sest upp í tveggja hreyfla flugvél í stórborginni Nairobí í Kenýa og stígur út úr henni á leið- arenda í Suður-Súdan gæti upplifað fyrsta áfangastað, bæinn Rumbek, sem þorp. Flugvélin lendir á mal- arflugvelli. Þarna eru nokkur sund- urskotin hús en annars er Rumbek samsafn leirkofa með stráþaki. Sumir eru við moldarveg, aðrir faldir á milli pálmatrjáa. Bíddu við, átti þetta ekki að vera stór bær? Svo sýnir landakortið í öllu falli. Sá sem verið hefur úti á landi í Suður-Súdan og snýr aftur til Rum- bek sér ekki þorp heldur stóran og mikilvægan stað. Hann sér Rum- bek sem þá miðstöð fyrir svæðið sem Rumbek raunverulega er. Þar er ekki einungis grunnskóli, heldur einnig framhaldsskóli fyrir áttunda til tólfta bekk. Þar er sjúkrahús og þar er banki. Þótt flugvöllurinn sé ómalbikaður er flugbrautin stór og breið. Matvælaaðstoð Sameinuðu þjóðanna lagaði brautina og stórar flutningavélar geta lent þar. 26 ára stúlka frá Íslandi gæti komið til Suður-Súdan, hrist höf- uðið og sagt óhemju uppbyggingu framundan. Allt er þetta spurning um viðmið. Jafnaldra hennar á staðnum sem man lítið annað en stríðstíma, gæti bent á að í dag væri í öllu falli friður, hann væri sögulegur og ýmsar breytingar væru í loftinu. Þótt friður þýði ekki endilega frið frá hungri, stendur Suður-Súd- an á tímamótum. Spennandi tímar eru framundan. sigridurv@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.