Morgunblaðið - 18.12.2005, Side 33

Morgunblaðið - 18.12.2005, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 2005 33 FRÉTTIR H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 2 2 9 2 4. sæti Skáldverk Mbl. 6. – 12. des. 2. sæti Skáldverk Penninn Eymundsson og Bókabú›ir MM 7. des. – 13. des. „Tekur í hjartað“ 3. prentun væntanleg 2. prentun á þrotum 1. prentun uppseld 2005 edda.is Steinunn Sigurðardóttir „Sólskinshestur er hið mesta hnossgæti, sem á mínum bæ yrði hvenær sem er tekið fram yfir allt heimsins jólakonfekt ... Steinunn er í fantaformi“ Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir, RÚV „Frábærlega falleg bók, áhrifarík og býður lesanda upp á háskalega og heillandi tilfinningalega rússibanaferð ... Sparibók sem veitir lesandanum ósvikna ánægju, jafnt í rigningu sem sólskini.“ Úlfhildur Dagsdóttir, bokmenntir.is „Bók Steinunnar hittir beint í hjartastað ... Það er í henni einhver innri ljómi.“ Skafti Þ. Halldórsson, Mbl. „Hér sýnir Steinunn allar sínar bestu hliðar.“ Jón Yngvi Jóhannsson, Kastljósið „Lesandinn finnur strax að hér er höfundurinn aftur á heimavelli. Steinunn kann þá list að hrífa lesandann með sér.“ Halldór Guðmundsson, Fbl. „Sólskinshestur í myrkrinu ... tekur í hjartað.“ Sigríður Albertsdóttir, DV 31 NEMANDI af grunnnámsdeild Lögregluskóla ríkisins brautskráðist síðastliðinn föstudag við athöfn í Bú- staðakirkju. Hafa flestallir ráðið sig til lögreglustarfa hjá lögreglunni í Reykjavík. Í útskriftarhópnum voru sex konur og er hópurinn í heild álíka fjölmennur og undanfarin ár. Þó er meðalaldur nemendanna með því hæsta sem þekkst hefur, eða 28 ár. Hefur meðalaldur útskriftarnema yf- irleitt verið 26-27 ár á liðnum árum. Viðamestu greinarnar í lögreglu- skólanum eru lögfræði- og réttar- farstengdar greinar, auk skýrslu- gerðar, verklegra æfinga, framkomu og líkamsþjálfunar af ýmsu tagi. Meðal nýrra námsgreina er siðfræði sem lögð hefur verið aukin áherslu á að sögn Gunnlaugs Snævars yfirlög- regluþjóns. Þess má geta að 140 umsækjendur sóttu um skólavist fyrir árið 2006. Þar af stóðst 51 umsækjandi öll próf og voru 36 teknir inn. Vegna meiri skorts á menntuðum lögreglumönnum en ætlaður hafði verið og eftir samráð við hlutaðeig- andi aðila var ákveðið að fjölga nem- endum úr 32 í 36. 31 brautskráður úr lögregluskólanum DREGIÐ hefur verið í Tívolí- baunaleik Merrild en í vinning voru Tívolí útvörp, Senseo kaffivélar og tvær helgarferðir fyrir tvo til Kaupmannahafnar í jólatívolí með Iceland Express. Vinningarnir fóru til þeirra sem fundu Tívolí baun í Merrild kaffi- poka frá heildverslun Daníels Ólafssonar. Það voru Auður Anna Pedersen og Hjörleifur Stefánsson sem unnu tívolí-helgarferð fyrir tvo í boði Merrild kaffi og Iceland Ex- press, segir í fréttatilkynningu. Á myndinn er vinningshafinn Auður Anna Pedersen og Heimir Már Helgason markaðsfulltrúi hjá Danól. Unnu ferð til Kaupmanna- hafnar Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.