Morgunblaðið - 18.12.2005, Síða 37

Morgunblaðið - 18.12.2005, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 2005 37 grein, sem er að verða til í hrossarækt er svo kap- ítuli út af fyrir sig. Fyrir hálfri öld var litið á hesta í sveitum landsins fyrst og fremst sem vinnuhesta. Þeir drógu landbúnaðartæki þeirra tíma. Á þeim var heyið flutt af engjum. Á þeim var farið í leitir. Þessi nýting hrossanna heyrir til liðinni tíð. Nú er það reiðhesturinn, sem stendur fyrir sínu og í kringum hann er að verða til umfangsmikil at- vinnugrein, þar sem kynbætur og viðskipti eru í öndvegi. Það er því engin ástæða til fyrir íslenzkan land- búnað og þá, sem starfa á þeim vettvangi að hafa nokkra minnimáttarkennd frammi fyrir auknum innflutningi á landbúnaðarvörum. Þeir aðilar sem starfa að ýmsum þáttum landbúnaðar og vinnslu afurða hafa staðið sig svo vel í þróun þessarar gömlu atvinnugreinar að þeir eiga hrós skilið fyrir þann árangur, sem þeir hafa náð. Umræður um landbúnaðinn Umræður um íslenzk- an landbúnað hafa lengi einkennzt af van- þekkingu og skilnings- leysi margra þeirra, sem um hafa fjallað, sem gjarnan hafa talað um landbúnaðinn af fyrirlitn- ingu. Atvinnugreinin sjálf hefur búið við það böl, að sumir talsmenn hennar hafa haldið fram svo afturhaldssömum sjónarmiðum að málflutningur þeirra hefur augljóslega haft skaðleg áhrif fyrir greinina alla. Svo bætast nýir þættir við. Þegar rætt er um hátt matvælaverð á Íslandi grípa talsmenn helztu verzlanakeðja til þess ráðs að benda á landbún- aðinn sem sökudólginn. Þó blasir við sú staðreynd að t.d. breyting á gengi íslenzku krónunnar, sem ætti að hafa skilað sér í lægra vöruverði hefur ekki gert það án þess að stjórnmálamennirnir hafi haft uppi miklar kröfur á hendur verzluninni um skýr- ingar á því hvernig það megi vera. Fyrir nokkrum árum heyrðist nánast ekkert annað en kvart og kvein frá talsmönnum Vestfirð- inga um stöðu mála í þeim landshluta, sem hafði augljóslega neikvæð áhrif fyrir Vestfirði. Svo kom ungur bæjarstjóri til skjalanna á Ísafirði, sem vildi breyta þessum tón og hefur tekizt það með hjálp margra annarra. Vonleysistónninn er horfinn úr málflutningi Vestfirðinga enda vegnar þeim betur en áður. Þetta er spurning um jákvætt lífsviðhorf. Hið sama á við um landbúnaðinn. Ef talsmenn landbúnaðarins tala alltaf á þann veg, að engu megi breyta skaða þeir sjálfa sig og atvinnugrein- ina. Ef þeir breyta um takt og tón vegna þess ekki sízt að það er full ástæða til og rök fyrir því að gera það munu þeir fljótt verða varir við gjörbreytingu á viðhorfi almennings til íslenzks landbúnaðar. Innflutningur á búvörum Það er óhjákvæmileg þróun, að innflutning- ur á erlendum búvör- um aukist á næstu ár- um. Einfaldlega vegna þess, að við verðum að standa við alþjóðlegar skuldbindingar okkar. Við viljum geta selt fisk um allan heim. Við verðum að skilja, að þær þjóðir, sem eiga mest undir fram- leiðslu á búvöru vilja geta selt þær afurðir um all- an heim. Við getum ekki búizt við því, að þær þjóð- ir kaupi af okkur fisk ef við viljum ekki gefa þeim kost á að selja sínar afurðir hér í okkar landi. Rök- in fyrir gagnkvæmni eru svo augljós, að ekki þarf um að tala. Við getum heldur ekki barið okkur á brjóst og sagt að við viljum veita fátæku þjóðunum aðstoð ef við í hinu orðinu neitum þeim um leyfi til að selja afurðir sínar hér. Hér er verið að tala um hinar stóru línur. Svo koma auðvitað upp alls kyns tilvik eins og t.d. varðandi sjúkdóma, sem gera það að verkum að við getum ekki af þeim sökum leyft inn- flutning frá einstökum löndum. En þar er um að ræða hluti, sem alltaf verða til skoðunar í hverju einstöku tilviki. Nú er kominn tími til að talsmenn landbúnaðar- ins hætti að verjast og sæki í þess stað fram. Horf- ist í augu við, að innflutningur á búvörum er óhjá- kvæmilegur í vaxandi mæli á næstu árum og segi sem svo, að þeir hafi engar áhyggjur af því vegna þess, að þeir viti að íslenzkar afurðir séu svo góðar að neytendur muni halda tryggð við þær. Auðvitað má búast við einhverjum verðmun á einstökum vörum en hversu margir landsmenn skyldu nú þegar borga hærra verð t.d. fyrir lífrænt ræktaðar kartöflur vegna þess að þeir finna að þær eru miklu betri? En jafnframt fer ekki á milli mála, þegar hlustað er grannt á málflutning talsmanna landbúnaðarins, að þeir hafa áhyggjur af fleiru en samkeppni við innfluttar landbúnaðarafurðir. Þeir hafa áhyggjur af vinnubrögðum stórmarkaða. Þeir telja, að stór- markaðirnir muni beita sömu aðferðum við þá og þeir hafa notað á ýmsa birgja sína. Er ekki kominn tími til að þau taki höndum saman um þennan vanda, þau Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra og Valgerður Sverrisdóttir, viðskiptaráðherra. Þau eru í sama flokki og eru að berjast fyrir sömu hags- munum. Guðni getur bent Valgerði á, að stórir hóp- ar kjósenda hennar hafi mikla hagsmuni af því, að blómlegur landbúnaður og öflug vinnslufyrirtæki verði til í landbúnaðinum. Með þeim rökum verður viðskiptaráðherrann kannski tilbúinn til þess að taka þátt í því með landbúnaðarráðherranum að skapa sanngjarnt viðskiptaumhverfi á Íslandi þar sem einn aðili geti ekki knúið annan til uppgjafar í krafti sérstakrar aðstöðu á markaðnum. Sumir velta því fyrir sér hvort Framsóknar- flokkurinn sé að verða úreltur stjórnmálaflokkur. Hann er það svo sannarlega ekki á þessu sviði. Bændur og hagsmunasamtök landbúnaðarins treysta Framsóknarflokknum betur en öðrum stjórnmálaflokkum og þess vegna er Framsókn- arflokkurinn í lykilstöðu til þess að leiða þessar breytingar og á að gera það á mörgum vígstöðvum. Það er full ástæða til að reyna að skapa víðtæka pólitíska samstöðu um þær breytingar, sem fram- undan eru í landbúnaðinum. Það væri ekki merki- leg pólitík ef einhverjir stjórnmálaflokkanna reyndu að leggjast í skotgrafir til þess að ná tíma- bundið atkvæðum fólks í sveitum landsins, sem skiljanlega getur verið hrætt við breytingar. Aukið frelsi í viðskiptum með landbúnaðarvörur á ekki að verða flokkspólitískt mál. Þetta er eina atvinnu- greinin, sem eftir stendur þar sem viðskiptafrelsið ræður ekki ríkjum. Það er ekki lengur hægt að standa gegn þeim breytingum. Það er hyggilegri pólitík fyrir áhugamenn um landbúnað og hags- muni hans í öllum flokkum að horfast í augu við það en að þráast við. Morgunblaðið/Ásdís Nú skal Jörundi hundadagakonungi ekki jafnað við þessar tvær sjálf- stæðishetjur í Afr- íku en það sem Ragnar Arnalds er að gera með skáld- sögu sinni er að endurreisa hann í augum íslenzku þjóðarinnar. Og raunar er það svo, að um leið og Jör- undi hefur verið lýst með þeim hætti, sem Ragnar gerir, blasir við hve mikill sannleikur er í þeirri lýsingu. Laugardagur 18. desember

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.