Fréttablaðið - 17.11.2005, Page 40

Fréttablaðið - 17.11.2005, Page 40
[ ] Í dag hefst sýning og fagstefna sem tímaritið Hús og hýbýli og Hönnunarvettvangur halda saman í Laugardagshöll- inni. Samhliða sýningunni og fagstefnunni stendur Hönnun- arvettvangur fyrir hönnunar- dögum sem haldnir verða víðs vegar um Reykjavíkurborg. Sýningin verður eingöngu ætluð fagfólki í dag og á morgun en á laugardag og sunnudag verður hún opin almenningi. Tilgangur sýningarinnar er að kynna helstu nýjungar í hönnun og innrétt- ingum heimila á Íslandi. Fram- leiðendur, hönnuðir, verslanir og heildsalar munu sýna og kynna vörur sínar og þjónustu og fag- félög í hönnunargeiranum munu kynna starfsemi sína. Haldin verður hönnunarkeppni og gest- ir geta fylgst með ferli hönnunar frá upphafi til enda. Hönnuðir sem hafa ekki komið sér á fram- færi hingað til verða með aðstöðu á sýningarsvæðinu þar sem þeir geta kynnt vörur sínar fyrir fram- leiðslufyrirtækjum, verslunum og almenningi. Hönnunarsýningin er fyrsti viðburðurinn sem hald- inn er í nýrri Laugardagshöll og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi þar sem nóg verður af skemmtilegum uppákomum ásamt margvíslegri hönnun. ■ Skartgripanámskeið www.fondurstofan.is Síðumúli 15, 2 hæð s. 553 -1800 Opið virka daga 13 -18, laug. 10 -14 ALLT Í SKARTGRIPAGERÐINA. Japanskar, tékkneskar og Swarovski gæða perlur og kristallar á góðu verði Margir litir - margar gerðir. Hönnunarsýning Húsa og híbýla Sýningin verður haldin í nýju húsnæði Laugardalshallarinnar. Margvíslega sófa verður að finna á sýningunni í Laugardalshöllinni. Á sýningunni verður margt að sjá sem prýtt getur heimilið. Hönnun Margrétar Guðnadóttur. Jólaskraut má fara að setja upp fljótlega. Þeir sem ætla að föndra það sjálfir geta því farið að byrja á því. Það getur verið ágætt að dunda sér við það á kvöldin að búa til eitthvað fallegt til þess að skreyta heimilið með yfir jólin.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.