Fréttablaðið - 17.11.2005, Page 70

Fréttablaðið - 17.11.2005, Page 70
 FIMMTUDAGUR 17. nóvember 2005 46 maturogvin@frettabladid.is Verð einungis 1.750 kr. í hádeginu 2.200 kr. föstudagskvöld (nýtt) Í tilefni Þakkagjörðardagsins 24. nóvember 2005 bjóðum við upp á hina árlegu kalkúnaveislu að hætti Bandaríkjamanna. Einungis þrjú skipti. Í hádeginu fimmtudaginn 24. nóvember og föstudaginn 25. nóvember. Nýjung í ár: Kalkúnaveisla föstudagskvöldið 25. nóvember Borðapantanir í síma 511 6030 Ath! Í fyrra komust færri að en vildu. Pantið tímanlega. Eftirréttur og kaffi að loknu kalkúnahlaðborði Ilmkerti virka Þau skapa góða stemningu þegar vanillu-, rósa- eða hunangslykt fyllir vitin og framkalla rétta andrúmsloftið. > Ilmkerti frá L´occitane Koníaks- og rjómalíkjörinn franski La Belle Cream er 17% að styrkleika, framleiddur úr 100% koníaki. Hann er silkimjúkur, sætur en þurr með karamellu- og kaffibragði og djúpum koníaks- keim. Fínleikinn vekur bragðlauk- ana. Léttur, fíngerður og ódýrari en aðrir rjómalíkjörar. Heillandi þægindi einkenna hann, hægt er að bera hann fram á hefðbundinn hátt á klaka, hressandi í kaffið hvort sem er í heitt kaffi eða sval- andi ískalt expresso-Belle Cream. Og auðvitað í konfektið! La Belle Cream kostar 1.990 krón- ur og fæst í flestum vínbúðum. LA BELLE CREAM BRÛLÉE: (Handa 6 manns) 500 g rjómi 6 eggjarauður 90 g sykur 1 vanillustöng Börkur af einni appelsínu 4 g matarlím (2 blöð) 4 cl La Belle Cream líkjör Hrásykur Blandið sykri og eggjarauðum saman. Hitið rjómann að suðu með vanillustöng og appelsínu- berki. Blandið saman við eggja- rauðurnar án þess að þeyta. Bætið matarlími í og sigtið. Bætið La Belle Cream rjómalíkjörnum út í. Hellið í skálar og kælið í tvo til þrjá tíma. Sáldrið hrásykri á yfirborðið. Brennið undir vel heitu grillinu í ofninum eða með gasbrennara. Berið fram strax með glasi af La Belle Cream. Til að hafa enn meiri stemningu er hægt að bæta appelsínuberki og lichi-sorbet frá Sandholts bakaríi ofan á. Uppskrift frá Ásgeiri Sandholt í Sandholts bakaríi. LA BELLE CREAM: Jólalíkjörinn í ár. LA BELLE CREAM RJÓMALÍKJÖR Hvaða matar gætir þú síst verið án? Það er ansi margt. En reglulega verð ég að fá rosalega gott kjöt. Mér finnst rosalega gott að fá mér góða nautasteik, en fjárhagsins vegna sætti ég mig við lamb. Góður fiskur verður líka að vera og ég er líka orðinn mikið fyrir kjúkling, sem ég var ekki. Fyrsta minningin um mat? Ég hef sennilega verið á öðru aldursári þegar ég man eftir að hafa séð krukku af eplamauki uppi í hillu hjá mömmu. Besta máltíð sem þú hefur fengið? Það var réttur sem ég fékk á Vox á dögunum. Ég fékk að smakka hina og þessa rétti af mat- seðlinum og eins ótrúlega og það hljómar voru þeir hver öðrum betri. Er einhver matur sem þér finnst vondur? Ég fúlsa ekki við neinu. Sjálfsagt er eitthvað út í heimi sem á ekki við mína bragðlauka en ég hef ekki lagt mér það til munns enn. Leyndarmál úr eldhússkápunum? Já, ég luma á leyndarmáli en gæfi ég það upp væri það ekki leyndarmál. Hvað borðar þú til að láta þér líða betur? Til að láta mér líða betur finnst mér gott að elda eitthvað og það er aðallega matseldin sem slík sem veitir mér vellíðan. Ég elda mjög mikið, kannski líður mér alltaf svona illa, hver veit. En ég ætlaði mér alltaf að verða kokkur. Hvað áttu alltaf í ísskápnum? Mjólk, egg, lýsi, ávexti og grænmeti. Ég er duglegur að uppfæra í ísskápnum. Ef þú yrðir fastur á eyðieyju, hvaða rétt tækir þú með þér? Ég myndi taka með mér kjúklingaréttinn hennar mömmu. Hann er geðveikur og líka svo góður daginn eftir. Hvað er það skrítnasta sem þú hefur borðað? Það er krókódíla- hamborgari sem ég fékk í Bandaríkunum. En það kom á daginn fimm dögum seinna að þetta var ekki krókó- dílakjöt, heldur eitthvert kjöt sem hafði verið barið í tægjur. En í fimm daga var krókódíll inn það skrítnasta sem ég hafði borðað. Krókódíllinn var skrýtinn í fimm daga „Þrautir, klúbbakeppni, eðalhorn, fræðsla og að sjálfsögðu smökkun á mat og víni. Þetta er svona í grunn- inn það sem verður í boði hjá okkur á Vínsýningunni 2005 í Smáralind um helgina. Markmið okkar er að allir áhugamenn um mat og vín geti fundið sitthvað við sitt hæfi á þess- ari viðamestu vínsýningu sem sett hefur verið upp hér á landi. Þarna mun fólk hafa einstakt tækifæri til að hafa aðgang að úrvali vína og fjölda sérfræðinga.“ segir Jóna Grétarsdóttir, sem situr í sýning- arstjórn sýningarinnar. Hún hefur ásamt Dominique Plédel Jónsson staðið í ströngu undanfarnar vikur við að undirbúa sýninguna ásamt meðlimum Vínþjónasamtakanna og starfsfólki ÁTVR, en þessir tveir aðilar standa að sýningunni ásamt innflutningsaðilum. „Vín er orðið mun hversdagslegri þáttur í matar- menningu Íslendinga en áður var og jafnframt óhátíðlegri og óform- legri. Í samræmi við þessar breyt- ingar verður sýningin afslöppuð og fólk þarf ekki að vita neitt um vín til að njóta hennar, bara hafa áhugann á að njóta góðra vína og vilja auka við þekkingu sína.“ Þó að sýningaraðilar taki sig ekki hátíðlega eru hátíðarvín hins vegar í forgrunni en um helgina hefjast hátíðardagar í Vínbúðum þar sem fjölmörg vín sem henta með matn- um um komandi stórhátíðir verða í hávegum höfð og sum þeirra verða boðin á sérstöku kynningarverði. Innflutningsaðilar sem taka þátt í sýningunni munu kynna þessi vín og bjóða upp á smökkun á þeim og ráð- gjöf um samsetningu víns og matar. „Það er gleðilegt að fólk hugsar sífellt meira um vín í samhengi við matinn og á sýningunni verða fleiri aðilar sem bjóða upp á mat en nokkru sinni fyrr. Einnig verð- ur boðið upp á alls kyns „gourmet“ mat, kaffismakk og konfekt, osta og súkkulaði en það á eftir að bræða gesti sýningarinnar“, segir Domin- ique. Vandað glas á mann „Allir gestir sýningarinnar fá vandað vínglas til eignar og ganga á milli sýningarbása og fá vín í glasið til smökkunar. Hver og einn fer í gegnum sýninguna á sínum hraða og við verðum með ýmislegt til skemmtunar annað en að gæða sér á góðu víni. Þeir sem vilja geta prófað að leysa nokkrar skemmti- legar þrautir og verða fjölbreytt verðlaun í boði. Þarna verða líka kynningar á ýmsum fylgihlutum svo sem upptökurum, glösum og karöflum og býðst sýningargestum afsláttur í útvöldum verslunum í Smáralind sem bjóða upp á slíkar vörur. Það er ótrúlega mikið sem fólk fær fyrir þúsundkallinn,“ segir Dominique og bætir við að fólk geti verið á sýningunni klukkutímum saman ef því er að skipta því fyrir- lestrar verða á klukkutíma fresti og ýmislegt til sýnis. „Á bás Vínbúð- anna verða sýndir margir gamlir hlutir sem tengjast sögu vínmenn- ingar á Íslandi,“ segir Jóna. „Það er virklega gaman að sjá hvernig tíðar- andinn hefur breyst, þarna getur fólk gluggað í gamlar skömmtun- arbækur karla og kvenna, en hér áður fyrr fékk hver Íslendingur ákveðinn kvóta og þurfti að fram- vísa sérstökum skömmtunarbókum við vínkaup. Einnig þurfti fólk að kvitta undir sérútbúna yfirlýsingu ef það fékk flösku á borðið til sín á veitingastöðum.“ Lyktarprófunarglös Vínbúðirnar hafa breyst gríðar- lega í takt við breytta tíma og á bás þeirra getur fólk kynnt sér ýmis- legt skemmtilegt um nútímann ekki síður en fortíðina. „Vínsérfræðing- ar Vínbúðanna munu kynna sérstak- lega fjórar þrúgur og fræða fólk um einkenni þeirra í gegnum lykt- arskynið. Þannig fá gestir tækifæri til að þjálfa þefskynið með aðstoð „lyktarprófunarglasa“ og geta þeir borið ólíkan ilm saman við vínin. Þetta er afar skemmtileg leið til að veita manni innsýn í hvernig vínum er lýst. Eftir að hafa prófað þetta sjálf skildi ég miklu betur hvað við var átt þegar talað var um að vínin lyktuðu eins og súkkulaði, mold, tóbak, ananas eða vanilla. Vínbúð- irnar leggja mikla áherslu á fræðslu og ábyrga umgengni og við hvetjum fólk til að taka leigubíl heim eftir góða smökkun ef þannig stendur á. Það er tuttugu ára aldurstakmark á sýninguna og þeir sem eru rétt um tvítugt mega eiga von á því að verða spurðir um skilríki,“ segir Jóna. Á sunnudeginum verður einn af hápunktum sýningarinnar, spurn- ingakeppni milli vínklúbba og mun enginn annar en konungur spyrl- anna, Logi Bergmann Eiðsson, vera við stjórnvölinn. „Keppnin sló í gegn á sýningunni í fyrra, vínklúbb- um er sífellt að fjölga hér á landi og það eru lygilega margir orðnir vel að sér um vínheiminn,“ segir Dom- inique, sem verður yfirdómari sem fyrr. Vínsýning í takt við tímann MATGÆÐINGURINN GUÐJÓN DAVÍÐ KARLSSON Í Eðalhorninu á vínsýningunni munu menntaðir vínþjónar leiða fólk í gegnum smakkanir á gæðavínum og miðlað verður fróðleik um vínin og uppruna þeirra. Haldin verða örnámskeið, um hálftími að lengd, og kostar 1.000 kr. inn. Smökkuð verða þrjú til fimm vín, sum dýr og vandfundin. Laugardagur: Kl. 14 Nýju svæðin á Spáni. Umsjón: Stefán B. Guðjónsson. Fyrir utan Rioja og Penedes er verulega margt spennandi að gerast á Spáni í dag. Fjallað um þessi nýju svæði og dæmigerð vín smökkuð. kl. 15 Slow Food-vín. Umsjón: Þorri Hringsson. Gambero Rosso, innan Slow Food hreyfingarinnar, veitir á hverju ári þrjú glös fyrir bestu vínin, sem eru bestu tákn fyrir upprunasvæðin. Mjög athyglisvert örnámskeið um ítölsk vín. kl. 16 Syrah og Shiraz Umsjón: Stefán B. Guðjónsson. Hvort tveggja sama þrúgan, en þó svo ólík eftir því hvernig nafnið hennar er skrifað - tákn um uppruna. Það verða stór vín úr þeim báðum. kl. 17 Kampavín fyrir hátíðarnar. Umsjón: Sævar Már Sveinsson. Ekki er allt sem freyðir kampavín, en það er mjög sjaldgæft að hægt sé að bera saman mismunandi kampavínstegundir. Glæsileiki um hátíðarnar. Sunnudagur: kl. 14 Kampavín fyrir hátíðarnar. Umsjón: Sævar Már Sveinsson. kl. 15 Roussillon og lífræn ræktun Umsjón: M. Pujol frá Frakklandi Háttskrifað hérað í dag, þétt og merkileg vín - þar að auki úr lífrænt ræktuðum berjum. Stór og mikil vín, mjög forvitnilegt. kl. 16 Syrah og Shiraz. Umsjón: Stefán B. Guðjónsson. kl. 17 Bordeaux og hátíðamatur. Umsjón: Sævar Már Sveinsson. Bordeaux verður alltaf viðmiðunin og stóru vínin þaðan svíkja aldrei. Einstakt tækifæri til að smakka ómissandi hátíðarvín. Dagskrá Eðalhornsins á Vín 2005

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.