Fréttablaðið - 20.12.2005, Side 12

Fréttablaðið - 20.12.2005, Side 12
12 20. desember 2005 ÞRIÐJUDAGUR Glænýr Saab Engar áhyggjur, þetta er ennþá Saab. Það er erfitt að trúa því að jafn sprækur bíll sé einn sá öruggasti á götunni. Saab er hannaður fyrir skandinavískar aðstæður og því stendur hann sig best þegar íslenski veturinn er hvað harðastur. Við kynnum nýjan og stærri Saab 9-5. Rétti bíllinn fyrir veturinn í norðri. Verð 2.980.000,- Reynsluaktu nýjum SAAB 9-5. Hann er margverðlaunaður fyrir öryggi og hannaður fyrir akstur á norðurslóðum. Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 ih.is Opið: Mánudaga – föstudaga kl. 9:00–18:00 og laugardaga kl. 12:00–16:00 XLV Soft Shell vindheld og vatnsfráhryndandi til í þremur litum Jólatilboð kr. 9.990.- verð áður kr. 11.990.- JAKARTA, AP Óttast er að fuglaflensa hafi dregið átta ára dreng til dauða í Jakarta, höfuðborg Indónesíu, í síð- ustu viku. Niðurstöður indónesískra heil- brigðisyfirvalda benda til þess að fuglaflensa hafi verið dánarorsök drengsins en Alþjóðaheilbrigðs- stofnunin á eftir að staðfesta að svo sé. Úrskurðar stofnunarinnar um dánarorsök 39 ára manns, sem einnig lést í síðustu viku, að því er talið er úr fuglaflensu, er einnig beðið. Ekki er vitað hvort drengurinn hafi komist í návígi við sjúka fugla, en dýralæknar hafa bent á að fuglaf- lensa hafi greinst í nokkrum fuglum í þéttbýlu íbúahverfi þar sem dreng- urinn átti heima. Fuglaflensa hefur drepið hundruð milljóna kjúklinga og anda og nú dregið að minnsta kosti 71 mann til dauða, flesta í Víetnam og Taílandi. Staðfest hefur verið að níu Indónesar hafi látist úr sjúkdómnum. Sumir sérfræðingar óttast að fuglaflensuveiran stökkbreytist á þann veg að hún geti auðveldlega borist milli manna, og leiði þannig til faraldurs. - ht FUGLAFLENSA Talið er að tveir Indónesar hafi látist úr fuglaflensu í síðustu viku. Annar hinna látnu var átta ára drengur, en ekki er vitað hvernig hann smitaðist af flensunni. Talið er að fuglaflensa hafi dregið átta ára dreng til dauða: Tilfellum fjölgar í Indónesíu SAMGÖNGUR Siglingastofnun Íslands kynnti í gær rannsóknar- líkan af aðstæðum í Bakkafjöru. Stofnunin telur ferjulægi í fjör- unni raunhæfan valmöguleika. Líkanið er gert eftir nákvæm- um mælingum sem vísindamenn Siglingastofnunnar hafa unnið á svæðinu í og við Bakkafjöru að undanförnu. Siglingastofnun telur þennan kost vel raunhæf- an ef ákveðið verður á annað borð að ráðast í ferjuaðstöðu í Bakkafjöru. Ef af verður myndi þessi ferjuaðstaða stytta sigl- ingatímann á milli lands og eyja úr tæpum þrem tímum í um 30 mínútur. Tilgangur líkansins hefur verið að sögn Gísla Viggósonar, forstöðumanns rannsóknar- og þróunarsviðs Siglingastofnunnar Íslands, að rannsaka öryggis- og viðmiðunarmörk fyrir siglingu ferju inn í ferjulægið. Hann segir nauðsynlegt að kanna lægið við mismunandi ölduhæð við flóð og fjöru sem þetta líkan getur líkt eftir. „Við notum sömu öldugerð hér og við notuðum í Grindavík þegar við vorum að þróa innsigl- inguna þar, þetta er endurtekn- ing á því tilraunaferli“, segir Gísli. Hann segir jafnframt að einungis séu eftir lítilsháttar fín- stillingar á útfærslunni en að hún sé í grófum dráttum tilbúin. Árið 2000 var stofnuð nefnd, í framhaldi af þingsályktunar- tillögu, um framtíðarsamgöngur til Vestmannaeyja og er hlutverk hennar að skila til samgönguráð- herra áliti sínu um hvaða kostur skuli valin. Páll Sigurjónsson formaður nefndarinnar segir nefndina að störfum og hún skoði nú þennan valmöguleika ásamt jarðgangagerð og endurnýjun Herjólfs. Gísli Viggóson segir að Sigl- ingastofnun muni skila endan- legri útfærslu á ferjulæginu til nefndarinnar á næsta ári. - æþe Siglt til Eyja á hálftíma Siglingastofnun hefur kynnt nýtt líkan sem sýnir aðstæður í Bakkafjöru með tilliti til ferjusiglinga. SAMGÖNGURÁÐHERRA SIGLIR ÚR VÖR Sturla Böðvarsson virtist ánægður með útfærsluna. FINNLAND Eistar hafa áhyggjur af þeirri fyrirætlan Finna að refsa þeim sem greiða fyrir þjónustu vændiskvenna. Þeir óttast að lagabreytingin muni hafa þau áhrif að heimsóknum Finna til eistneskra vændiskvenna muni fjölga. Finnska blaðið Hufvudstads- bladet hefur eftir eistnesku blaði að meirihlutinn af ferðalöngum, sem koma til Eistlands til að kaupa kynlíf, komi frá Finnlandi og Svíþjóð. Margir koma líka frá Þýskalandi og Danmörku. Með lagabreytingunni feta Finnar í spor Svía, sem gera kaupendur vændis ábyrga. - ghs Kynlífsmarkaðurinn í Eistlandi: Heimsóknum Finna fjölgar VATNSELGUR Í HAD YAI Tuttugu manns eru taldir af eftir flóð í Taílandi og í Víetnam hafa um fimmtíu farist. Flóðin eru einhver þau verstu í Suðaustur-Asíu í 40 ár. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.