Fréttablaðið - 20.12.2005, Page 16

Fréttablaðið - 20.12.2005, Page 16
16 20. desember 2005 ÞRIÐJUDAGUR UMHVERFISMÁL Bæjarstjórar Stykkishólms, Grundarfjarðar og Snæfellsbæjar undirrituðu nýlega samning sem gengur út á að hvetja og styðja fólk til að taka upp vist- vænan lífsstíl. Nokkur önnur sveitarfélög, þar á meðal Reykja- vík, hafa undirritað svipaðan samning. Samningurinn byggir á alþjóð- legu verkefni sem ber heitið Vist- vernd í verki og á uppruna sinn í Bandaríkjunum. Auk Bandaríkj- anna og nokkurra Evrópulanda er Suður-Kórea líka þátttakandi í verkefninu. Kannanir sýna að þátttaka í verkefninu skilar góðum árangri í umhverfisvernd og stuðlar að bættri umhverfis- meðvitund meðal þátttakenda. Hér á landi hafa um 560 heimili tekið þátt í verkefninu. Sveitarfé- lögin sem hafa staðið sig best eru Hvítársíða, en helmingur íbúanna tók þátt, og Hveragerði þar sem níu prósent íbúa hafa tekið þátt. Þátt- taka á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki verið góð og segir Bryndís Þórisdóttir, verkefnisstjóri verk- efnisins að óskandi væri að fleiri myndu taka við sér og taka upp vistvænni lífsstíl. - sk Þorláksmessuskatan komin Verð frá:399.- Saltfiskur m/beini, sá eini sanni Stór humar, risarækjur, hörpuskel Fiskbúðin Hafrún Fiskbúðin Vör Fiskbúðin Árbjörg Skipholti 70 Höfðabakka 1 Hringbraut 119 Sími 5530003 Sími 5875070 Sími 5525070 SNÆFELLSNES Sveitarfélögin á Snæ- fellsnesi eru þátttakendur í verkefni sem hvetur til vistvæns lífsstíls. ÁSTRALSKAR STRANDIR Búast má við mik- illi löggæslu á baðströndum borgarinnar Sydney eftir kynþáttaóeirðir í síðustu viku. SYDNEY, AP Ástralskir lögreglu- menn telja sig hafa náð tökum á kynþáttaóeirðum sem geisað hafa á baðströndum við borgina Sydney. Hvetur lögregla fólk nú til þess að fara aftur niður að sjó, en tilmæl- um um að forðast strandirnar var beint til íbúa um helgina. Gríðarlegur viðbúnaður er í borginni vegna óeirðanna, en um tvö þúsund lögregluþjónar taka þátt í aðgerðum vegna þessa. Fimm þúsund manns mótmæltu ofbeldinu í Sydney á sunnudag, og hvöttu til einingar milli hvítra íbúa landsins og landsmanna af öðrum uppruna. ■ Óeirðir í Sydney að baki: Ástralir hvattir til strandferða PARÍS, AP Innanríkisráðherra Frakklands, Nicolas Sarkozy, hefur lýst því yfir að neyðar- ástand vegna uppþota í landinu verði áfram í gildi, að minnsta kosti fram í febrúar. Frönsk stjórnvöld hafa einkum áhyggjur af hátíðahöldum ára- mótanna, en bifreiðabrunar hafa til þessa sett mark sitt á þau í sumum borga landsins. Neyðarástandi var lýst yfir þann 9. nóvember vegna verstu borgaralegu óeirða í landinu ára- tugum saman. ■ Frönsk stjórnvöld: Neyðarástand fram í febrúar Bæjarstjórar á Snæfellsnesi undirrita samning um vistvernd í verki: Hvattir til að taka upp vistvænni lífsstíl ALLT Á KAFI Í SNJÓ Ferðamenn fara um á sleðum dregnum af hestum í sumum þorpunum í svissnesku Ölpunum um þessar mundir. Ríflega einn metri af snjó féll á þessum slóðum um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.