Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.12.2005, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 20.12.2005, Qupperneq 34
[ ] Laugavegi 2 - 101 Reykjavík - Sími 552 1103 - www.jurtaapotek.is Náttúrulegar hágæða baðvörur Upplifðu lúxus spa stemningu í þínu eigin baðherbergi með baðvörum sem Kolbrún grasalæknir hefur skapað fyrir Íslenskar konur. Opið 8-24 alla daga í Lágmúla og Smáratorgi Jóhanna Þórhallsdóttir kór- stjóri lætur ekki jólastressið ná tökum á sér þrátt fyrir mikið annríki. Jóhanna Þórhallsdóttir, söngkona og kórstjóri, er heldur betur á þönum þessa dagana eins og flest- ir þeir sem koma nálægt kórum og söng á aðventunni. Þetta er mikill álagstími hjá henni og algert lykilatriði að vera við góða heilsu. En hvernig skyldi hún fara að því? „Ég er ekki í neinu föstu prógrammi en í haust hef ég að mestu leyti stundað göngu- túra í Elliðaárdalnum og hef líka farið í leikfimitíma í Hreyingu. Svo reyni ég að fá góðan svefn og hvíla mig og slaka á,“ segir Jóhanna. Hún hefur líka lært af reynslunni með árunum. „Ég hef lært að vera ekkert að stressa mig yfir jólunum og það reynist mér best til að halda heilsu á þessum árstíma. Það er mjög mikilvægt. Ég hef lagt áherslu á að hvílast vel og ef ég fæ flensu þá tek ég á því strax því aðalatriðið er að ganga ekki á orkuna sína. Þessi árstími er mikill álagstími fyrir kórstjóra og þá er aðalatriðið er að vera ekk- ert að fara í neitt jólageim, hvorki stressið, skemmtanirnar né inn- kaupin heldur bara að einbeita sér að verkefnunum sem framundan eru.“ Jóhanna reynir að passa sig á að detta ekki í óhollustuna og fá sér of mikið af sykri eða koffíni auk þess sem henni passar ekki að sulla mikið í rauðvíni. Hún viðurkennir þó að engin sé reglan án undantekninga. „Það er fastur liður hjá mér að hitta vinkonurnar á Jómfrúnni á jóla- föstunni og þá læt ég allt aðhald lönd og leið.“ Það verður mikið að gera hjá Jóhönnu fram yfir jól. „Léttsveitin klárar reyndar sína jóladagskrá á Þorláksmessu með því að syngja jólamessu með séra Jónu Hrönn Bolladóttur fyrir framan Hegningarhúsið, en þá tekur við kórastarfið í Bústaða- kirkju. Þar stjórna ég barna- og unglingakórnum og syng líka í kirkjukórnum svo það verður nóg að gera.“ Þegar öllu þessu er lokið ætlar Jóhanna að slaka á í faðmi fjölskyldunnar. „Ég set Bach á fóninn, fæ vonandi einhverja góða bók og tek jólunum fagnandi.“ Um að gera að slaka á þegar færi gefst Jóhanna Þórhallsdóttir notar hverja stund sem gefst til að slaka á og koma sér í alvöru jólaskap. Jóga er góð heilsurækt. Auk þess að þjálfa líkamann er það afslappandi. Það getur verið gott eftir allt jólastressið að fara í jóga og slaka á. STÆRSTA HEILSUVÖRUVERSLUN Á LANDSBYGGÐINNI Póstsendum um land allt Glerártorg Akureyri S: 462-1889 heilsuhorn@simnet.is www.simnet.is/heilsuhorn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.