Fréttablaðið - 20.12.2005, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 20.12.2005, Blaðsíða 36
[ ] Jóladagur á blettatígrabúgarði í Namibíu. Eva Lind Óliversdóttir hefur ferð- ast víðar en margar jafnöldrur henar. Fyrir fjórum árum fór hún í sex mánaða ferðalag með vinkonu sinni og eyddi aðfangadegi í nami- bískri eyðimörk. „Auk okkar voru í hópnum 20 aðrir sem komu frá öllum heims- hornum,“ segir Eva Lind. „Við ferðuðumst um Mið-Austurlönd og Afríku á trukk og vorum á mik- illi hraðferð. Rétt fyrir jól fékk ég ígerð í tvö köngulóarbit á löppinni en við máttum ekki vera að því að stoppa og fá almennileg lyf svo ég var sárkvalin á aðfangadag.“ 24. desember var hópurinn í þjóðgarði í eyðimörk. Eva Lind segir að nokkrir úr hópnum hafi höggvið niður hríslu til að gleðja íslensku stelpurnar sem söknuðu jólanna heima. „Við gerðum músa- stiga og settum á hrísluna. Svo fóru undir hana tveir pakkar, einn frá mér og einn frá Júllu vinkonu minni sem gaf mér bók með mynd- um af afrískum dýrum. Við reynd- um að syngja íslensk jólalög en það gekk ekki nógu vel, við kunnum svo fáa texta. Seinna um kvöldið fórum við með svefnpokana okkar að upplýstu vatnsbóli og ætluðum að sjá villt dýr en þau létu ekki sjá sig þetta kvöld. Ég skrifaði því bara bréf heim og sagðist sakna þess að komast ekki á skíði,“ segir Eva Lind. Flestir aðrir í hópnum voru óvanir því að fagna aðfangadegi sérstaklega og miðuðu upphaf jóla við jóladagsmorgun. „Jóla- hald hinna einkenndist aðallega af fylleríi. Kanadamennirnir tóku þó þátt í að skreyta tréð og Bretarnir keyptu slúðurblöð. Það virtist duga til að koma þeim í jólaskap. Á jóla- dag fórum við svo í blettatígrabú- garð. Þangað er farið með bletta- tígra sem ráðast á búfé, frekar en að skjóta þá. Sá sem rak búgarðinn var af áströlskum ættum svo hann hélt smá jól með okkur, sem enn og aftur snerust aðallega um drykkju, en það var enginn annar að halda jól í nágrenninu svo það var betra en ekkert.“ Þrátt fyrir þessa upplifun seg- ist Eva Lind aldrei ætla að halda jól í útlöndum aftur. „Fyrir mér eru jólin fjölskylduhátíð. Ég vil ekki vera í burtu frá litlu systkin- unum mínum aftur, maður er svo hræddur um að missa af ein- hverju. Svo saknar maður þess svo mikið ef maður sér hvergi snjó,“ segir Eva Lind að lokum. Jólakúlur eru ómissandi á jólatréð. Þeir sem skreyta tréð seint ættu samt að fara yfir jólakúlurnar svo hægt sé að kaupa fleiri í tíma ef einhverjar vantar. Aðfangadagur í eyðimörkinni í Namibíu. Eva Lind og Júlla vinkona hennar við runnann sem var breytt í jólatré.Á blettatígrabúgarðinum á jóladag. Eva Lind og eigandi búgarðsins klappa blettatígur. Eva Lind Óliversdóttir segist ekki ætla að vera að heiman aftur um jól, þótt hún hafi lent í miklu ævintýri í Afríku fyrir fjórum árum. Aðfangadagur í eyðimörk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.