Fréttablaðið - 20.12.2005, Síða 73

Fréttablaðið - 20.12.2005, Síða 73
 20. desember 2005 ÞRIÐJUDAGUR38 Novator Telecom Poland, fyrir- tæki undir stjórn Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur gert tilboð í þrettán prósenta hlut í pólska símafyrirtækinu Netia. Fyrir á Novator tíu prósenta eignarhlut í Netia en stefnir á að eignast fjórðungshlut í félaginu segir í fréttatilkynningu félagsins. Til- boð Novator er um átta prósent- um hærra en gengi Netia var við lokun markaða á föstudag sem þá var 6,15 pólsk Zloty en Netia er skráð í kauphöllinni í Varsjá. Til- boðið mun taka gildi 29. desember og renna út þann 13. janúar. Um ástæður tilboðsins segir Björgólfur að honum litist vel á pólska fjarskiptamarkaðinn. „Pólverjar eru ein af stórþjóð- um Evrópu. Hagkerfið er í örum vexti og notkun farsímaþjónustu eykst þar hröðum skrefum.“ Björgólfur vill styrkja tengsl Netia við hið nýja fyrirtæki P.4. sem er sjötíu prósent í eigu Novat- or en Netia á þrjátíu prósent. P.4. fékk á árinu leyfi til reksturs þriðju kynslóðar farsímakerfa. Netia hóf starfsemi á pólsk- um fjarskiptamarkaði árið 1994 og er í dag með um 30 prósenta markaðshlutdeild í Póllandi. Stærstu eigendur félagsins í dag eru breskir fjárfestingasjóðir. Björgólfur Thor og Novator eiga í dag hluti í fjarskiptafyrir- tækjum í Finnlandi, Tékklandi, Búlgaríu, Grikklandi og Pól- landi.  Dagsbrún, móðurfélag 365 miðla og Og Vod- afone, skoðar kaup á fjölmiðlafélaginu Orkla Media, sem gefur með- al annars út Berlingske Tidende, síðdegisblaðið BT og fjölda tímarita og dagblaða á Norðurlönd- um. Fyrirtækið er í eigu norsku fyr- irtækjasamsteypunnar Orkla, sem á Elkem móðurfélag Íslenska járnblendifélagsins. Dagsbrún hefur haft það á stefnuskrá sinni að vaxa út á við og er þetta liður í þeirri stefnu. Þórdís Sigurðardóttir, stjórnar- formaður Dagsbrúnar, segir að félagið hafi til skoðunar Orkla Meda í heild sinni sem og hluta þess en engar ákvarðanir liggi fyrir um kaup. Danska blaðið Beringske Tid- ende fjallar um þessa hugsan- legu fjárfestingu Dagsbrúnar og telur að stjórnendur og eigendur þess horfi á kaupin á Berlingske sem stökkpall til frekari vaxtar í Danmörku. Í greininni er sagt að Baugur, stærsti eigandinn í Dags- brún, sækist eftir illa reknum fyr- irtækjum með mikið sjóðsstreymi og líkist því ekki alvöru fyrirtæki heldur meira áhættufjárfesting- arsjóði. Berlingske Tidende hefur verið rekið með tapi í mörg ár og verður það skoðað hvaða kost- ir eru í stöðunni að snúa blaðinu við. Berlingske hefur það eftir Skarphéðni Berg Steinarssyni, framkvæmdastjóra hjá Baugi, að Orka Media sé það stórt félag að stærstu hluthafar Dagsbrúnar þyrftu að leggja fram aukið hluta- fé. Markaðsvirði Dagsbrúnar er um 24 milljarðar króna en talið er að verðmæti Orkla Media sé á bilinu 80-90 milljarðar króna eða meira en þrisvar sinnum verð- mætara en Dagsbrún. Velta Dagsbrúnar nam ellefu milljörðum króna á fyrstu níu mánuðum ársins og var hagnaður félagsins um 550 milljónir króna. eggert@frettabladid.is EÐLILEG VIÐBRÖGÐ Orkuveitan mun leita eftir tilboðum í hlut sinn í Jarðborunum. Forstjóri Atorku telur að um eðlileg vinnubrögð sé að ræða. Eins og greint var frá í Fréttablað- inu á laugardaginn hefur stjórn Orkuveitu Reykjavíkur ákveðið að leita eftir tilboðum frá fjárfestum í þrettán prósenta hlut sinn í Jarð- borunum. Atorka Group, sem hefur lagt fram yfirtökutilboð í Jarðboranir, sem rennur út um miðbik janúnar, hyggst halda sínu striki og ætlar ekki að breyta skilmálum tilboðs- ins. Magnús Jónsson, forstjóri Atorku, segir að það hafi verið hið eðlilegasta mál hjá stjórn Orku- veitunnar að leita eftir tilboðum. Hluthafar Jarðborana fá 25 krónur fyrir hvern hlut sinn í skiptum fyrir bréf í Atorku á genginu 6. Tilboðsverðið hefur verið gagnrýnt af greiningar- deild KB banka sem finnst það of lágt. - eþa Atorka heldur sínu striki Kartöflur í skóinn Eins og flestum er kunnugt er jólasveinninn til þótt einstaka prestur reyni að draga í efa tilvist hans. Það sem meira er, jólasveinninn er réttlátur og verðlaunar og refsar í sam- ræmi við ströngustu staðla í codex eticus jólasveinanna. Þannig fá góðu börnin góðgæti og nytjahluti í skóinn en þau óþekku fá kartöflu. Jólasveinarnir sem fylgjast með fjármálafyrirtækjum eru lítið fyrir að gefa eitthvað gott í skóinn en því viljugri að skella einni og einni kartöflu í skóinn hjá þeim sem þeir fylgjast með. Fyrir þessi jól eru komnar tvær kartöflur í skó fjármálafyrirtækja: Íslandsbanki fékk eina frá íslenskum kauphall- arjólasveini og KB banki fékk eina frá norskum eftirlitsjólasveini. Til gamans má geta þess að Norðmenn eru miklar kartöfluætur. Danska á sunnudögum Fréttir af áhuga Dagsbrúnar á eignum norska fyrirtækisins Orcla. Meðal þeirra eigna sem Danir í það minnsta búast við að áhugi sé á eru Berlingske Tidende, síðdegisblað- ið BT og fríblaðið Urban. Dagsbrún er móðurfélag 365 fjölmiðla og hér á bæ ýmist dusta menn rykið af dönskunni sinni eða harma slugs í skóla við nám á því ágæta tungumáli. Ein er sú hugmynd að taka upp þann gamla sið að tala dönsku á sunnudögum en tvö bæjarfélög héldu þeim sið hvað lengst, Akureyri og Stykkishólmur, og hafa þeir löngum þótt danskir bæir. Frá Stykkishólmi er einmitt stjórnarformaður Dagsbrúnar, Þórdís J. Sigurðardóttir Peningskápurinn... BJÖRGÓLFUR THOR Novator býður í pólskt síma- fyrirtæki Japanski seðlabankinn hefur enn ekki tekið ávörðun um framtíðar- stefnu í peningamálum. Stefna bankans í dag er að halda skamm- tímavöxtum nálægt núll prósent- um til að vinna á verðhjöðnun. Seðlbankinn hefur staðfest að hann muni halda sig við núver- andi stefnu þar til neysluverðs- vísitalan fer að sýna stöðugan stíganda. Óbreytt stefna Seðlabanka FJÁRFESTINGAR ERLENDRA AÐILA, JAPANI, AOL dóttufyrirtæki Time Warner hefur náð samkomulagi að Goog- le muni áfram sjá notendum AOL fyrir netvafra eins og þeir hafa gert síðastliðin þrjú ár. Samning- urinn er metinn á um sex millj- arða íslenskra króna. Microsoft var talið líklegast til að hreppa hnossið en upp úr samningum milli AOL og Micros- oft slitnaði. Fyrir níu árum komst Nets- cape að samkomulagi við AOL um vafraþjónustu en Microsoft tókst að stela þeim viðskiptum á síð- ustu stundu. Aðstæður Microsoft minna um margt á Netscape fyrir níu árum. Google hefur í hyggju að fjár- festa fyrir um milljarð dollara í AOL og eignast við það fimm pró- sent í fyrirtækinu. Google 1 - Gates 0 BILL GATES Aðaleigandi Microsoft. SKARPHÉÐINN BERG STEINARSSON OG ÞÓRDÍS J. SIGURÐARDÓTTIR Orkla Media er til sölu í heild sinni eða að hluta. Dagsbrún skoðar fyrirtækið en eitt af markmiðum íslenska félagsins er útrás. Dagsbrún hyggur fjöl- miðlakaup í Skandinavíu MARKAÐSPUNKTAR íslenska krónan hafði veikst töluvert um hádegi í gær eða um rúmt eitt prósent. Greining Íslandsbanka spáir veikingu krónunnar en hún muni svo styrkjast á fyrstu mánuðum nýs árs. Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði verulega í nóvember eða um 3,1% samkvæmt vísitölu fasteignamats ríkisins. Verð á fjölbýli hækkaði um 2,5 prósent í mánuðinum en verð á sérbýli hækkaði meira eða um 5 prósent að því er fram kemur í fréttum Íslandsbanka. Gengi í bréfum Dagsbrúnar, móður- félags 365 miðla, hækkaði við opnun Kauphallar Íslands í gær. Nam hækkun- in tæpum tveimur prósentum, en um helgina bárust fréttir af því að félagið hyggðist gera tilboð í fjölmiðlafyrirtæki sem meðal annars gefur út Berlinske Tidende. Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] ICEX-15 5.323 +0,26% Fjöldi viðskipta: 171 Velta: 1.810 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 48,90 -0,60% ... Bakkavör 51,50 +0,60% ... FL Group 17,30 -0,60% ... Flaga 4,90 +0,00% ... HB Grandi 9,55 +0,50% ... Íslandsbanki 17,10 +0,00% ... Jarðbor- anir 24,30 +0,00% ... KB banki 698,00 +0,40% ... Kögun 59,80 -0,30% ... Landsbankinn 24,40 +0,80% ... Marel 65,00 +0,00% ... SÍF 4,18 +0,00% ... Straumur-Burðarás 15,60 +0,00% ... Össur 114,50 +0,00% (tölur samkvæmt Kauphöll Íslands kl. 14.45) MESTA HÆKKUN Dagsbrún +1,64% Mosaic Fashions +1,13% Landsbankinn +0,83% MESTA LÆKKUN Atorka Group -0,83% Actavis -0,61% FL Group -0,58%
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.