Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.12.2005, Qupperneq 80

Fréttablaðið - 20.12.2005, Qupperneq 80
 20. desember 2005 ÞRIÐJUDAGUR45 Hljómsveitin Mezzoforte kom fram í Langholtskirkju fyrr á árinu á sögulegum tónleikum þar sem hljómsveitin frumflutti ásamt Kór Langholtskirkju viða- mikið djassverk, Kaleidoscope, eftir Árna Egilsson bassaleikara, sem á um þrjátíu ára feril að baki sem einn eftirsóttasti bassaleikari í hljóðverum stóru kvikmynda- veranna í Hollywood. Verkið heitir Kaleidoscope og er samið í tilefni af 40 ára starfs- afmæli Jóns Stefánssonar, organ- ista í Langholtskirkju og stjórn- anda kórsins. Tónleikarnir voru teknir upp og hafa nú verið gefnir út í tilefni af þrjátíu ára afmæli Jazzvakn- ingar, sem einnig er á þessu ári. Diskurinn er óvenjulegur að því leyti að öðru megin er hann venju- legur geisladiskur með hljóðritun af tónleikunum en hinu megin er hann dvd-diskur með kvikmynda- upptöku af tónleikunum. Þetta er í fyrsta sinn sem „tvöfaldur disk- ur“ af þessu tagi kemur út hér á landi. ■ Tvíhliða afmælisdiskur ÓSKAR GUÐJÓNSSON Í HAM Flutningur Mezzoforte og Kórs Langholtskirkju á verki Árna Egilssonar er kominn út á tvöföldum disk. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA HVAÐ? HVENÆR? HVAR? DESEMBER 17 18 19 20 21 22 23 Þriðjudagur ■ ■ TÓNLEIKAR  20.00 Jólastjörnurnar Ardís Ólöf Víkingsdóttir, Rósalind Gísladóttir og Valgerður Guðnadóttir halda tónleika í Neskirkju. Á efnisskránni eru eingöngu jólalög. Á píanó leikur Vignir Þór Stefánsson.  21.00 Hljómsveitin Moskvitch og Hljómsveit Hafdísar Bjarnadóttur koma fram á tónleikum á Kaffi Kúltúra við Hverfisgötu. Á efnis- skránni er ný frumsamin tónlist auk þjóðlagatónlistar frá ýmsum heims- hornum.  21.00 Graduale Nobili held- ur jólatónleika við kertaljós í Langholtskirkju. Á efnisskránni eru tvö verk fyrir kvennakór og hörpu, eftir John Rutter og Benjamin Britten. Elísabet Waage leikur á hörpu og sex kórfélagar syngja ein- söng. Stjórnandi er Jón Stefánsson.  21.00 Tónlistarhópurinn Camerarctica heldur sína árlegu jólatónleika í Hafnarfjarðarkirkju. ■ ■ OPNANIR  Sýningin „Eplið og eikin” verður opnuð í Hönnunarsafni Íslands við Garðatorg. Tilefni sýningarinnar er 85 ára afmæli Óskars Lárusar Ágústssonar húsgagnasmiðs, en með Óskari sýnir dóttir hans, Erla Sólveig Óskarsdóttir iðnhönnuður. ■ ■ FYRIRLESTRAR  12.10 Skúli Sigurðsson og Stefán Pálsson flytja erindi, sem þeir nefna “Á knattspyrnuvelli framfaranna”, á hádegisfundi Sagnfræðingafélags Íslands í Fundasal Þjóðminjasafns Íslands. Aðgangur ókeypis og öllum heimill. ■ ■ BÆKUR  20.00 Kristján Þórður Hrafnsson og Sigríður Jónsdóttir lesa upp á fimmtugasta Skáldaspírukvöldinu, sem haldið verður í bókaversluninni Iðu við Lækjargötu. hvar@frettabladid.is ...skemmtir þér ; ) EIN VINSÆLASTA PLATA ÁRSINS! DÓMAR UM PLÖTUNA Úrvalið er í Skífunni! Skífan Laugavegi 26 opið alla daga til 22 · Skífan Smáralind · Skífan Kringlunni · Póstkröfusími 591-5310 · www.skifan.is „Virkilega sprækt popp rokk þar sem spilagleðin er í fyrirrúmi.....besta Írafárs platan til þessa“ Andrea Jónsdóttir - í Popplandi „Afraksturinn er vel unnin poppplata þar sem feilnótur eru ekki slegnar... ...Það er gaman að hlusta á poppsveit sem kann sitt fag“ Helga Þórey Jónsdóttir, Morgunblaðið „...stútfull af skemmtilegum lögum sem grípa hlustandann strax... Írafár hefur sig upp fyrir meðalmennskuna og er með þessari plötu að sanna sig sem ein af okkar allra bestu poppsveitum“. Freyr Gígja Gunnarsson, Fréttablaðið. 1.599 kr. CD 1.999 kr. CD+DVD „Það er svo heimilislegt að koma inn í þessar kirkjur, þær hafa allar sinn sjarma. Þær hafa líka allar sinn sérstæða hljóm,“ segir Ármann Helgason klarinettuleik- ari og meðlimur í tónlistarhópn- um Camerarctica sem heldur sína árlegu kertaljósatónleika í þrem- ur kirkjum á höfuðborgarsvæðinu nú í vikunni. Fyrstu tónleikarnir verða í Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefj- ast klukkan 21. Næstu tónleikar eru annað kvöld í Kópavogskirkju en þeir síðustu í Dómkirkjunni í Reykjavík á fimmtudagskvöld. Tónleikarnir eru klukkustund- arlangir og hefjast allir klukkan 21.00. Kertaljósatónleikar Camerarc- tica hafa verið fastur liður í aðventuhátíðinni í yfir áratug og þykir mörgum ómissandi að fá að setjast inn í kyrrðina og kertaljós- ið. Enn sem fyrr leikur Camerarc- tica ljúfa tónlist eftir W.A.Mozart en hefur að þessu sinni fengið til liðs við sig ungan hornvirtú- ós og verðlaunahafa, Stefán Jón Bernharðsson. „Það er gaman að hafa hann meðferðis. Hann ætlar að leika fal- legan hornkvintett eftir Mozart,“ segir Ármann. Auk Ármanns skipa Camerarc- tica þau Hallfríður Ólafsdóttir flautuleikari, Hildigunnur Hall- dórsdóttir fiðluleikari, Guðmund- ur Kristmundsson lágfiðluleikari, Guðrún Þórarinsdóttir lágfiðlu- leikari og Sigurgeir Agnarsson sellóleikari. „Í ár flytjum við eitt verk sem ekki er eftir Mozart. Það er kvart- ett fyrir klarinett og strengi eftir Bernhard Crusell, heiðklassískt verk svolítið í anda Mozarts. Þessi maður er sænskur Finni, fæddur í Finnlandi en bjó í Svíþjóð,“ segir Ármann og lýsir tónverki hans sem Mozart með skandinavískum blæ. ■ Mozart við kertaljós CAMERARCTICA Tónlist eftir Mozart verður flutt í þremur kirkjum á höfuðborgarsvæðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.