Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.12.2005, Qupperneq 89

Fréttablaðið - 20.12.2005, Qupperneq 89
 20. desember 2005 ÞRIÐJUDAGUR54 FÓTBOLTI Framherjinn Hörður Sveinsson hjá Keflavík kom aftur til landsins í fyrradag eftir að hafa verið til reynslu hjá hol- lenska úrvalsdeildarliðinu RKC Walwijk í fimm daga. Hörður seg- ist hafa gengið hreint ágætlega á þeim æfingum sem hann tók þátt í á þessum tíma og eru miklar líkur á því að hann fari aftur til Hol- lands í janúar og leiki þá æfinga- leik með liðinu. „Þetta var eini tíminn sem ég gat farið út vegna skólans hér heima en þetta hitti þannig á að aðal- og varaliðið voru að spila í þessari viku og ég má ekki spila með varaliðinu nema að vera skráður í félagið,“ segir Hörður. „Þjálfari liðsins sagði mér að hann hefði verið mjög ánægður með það sem hann sá til mín á æfingum en hann vill fá mig aftur og sjá mig spila í alvöru leik,“ segir Hörður, en hann er með samning við Keflavík út næsta ár sem þýðir að erlend félög munu þurfa að greiða Keflavík til að fá hann í sínar raðir. Hörður sló fyrst í gegn í Lands- bankadeildinni í sumar þar sem hann skoraði níu mörk í 17 leikj- um, var valinn efnilegasti leik- maðurinn í lok móts og vakti auk þess athygli fyrir góða frammi- stöðu með U-21 árs landsliðinu í undankeppni HM. Hann hefur nú verið til reynslu hjá alls fjór- um liðum eftir að Íslandsmótinu hér heima lauk í haust og öll eru þau í mismunandi löndum. Liðin sem um ræðir eru AIK í Svíþjóð, Brann í Noregi, FC Mydjylland í Danmörku og nú síðast RKC Walwijk í Hollandi. Hörður segir mjög gott að hafa fengið að kynn- ast fótboltanum í þessum löndum sem er mjög mismunandi. „Þetta er mjög fínt og með þessu sé ég hvaða land ég tel henta mér best og ég get ekki sagt annað en að mér líki best við Danmörku og Holland. Boltinn í þessum deildum er skemmtilegri en í Noregi og Svíþjóð. Það er meiri fótbolti, bæði á æfingum og í leikjum, og það finnst mér miklu skemmtilegra,“ segir Hörður sem æfir á fullu með Keflavík á milli reynsluferða til Evrópu. - vig Danmörk og Holland heilla mest Knattspyrnumaðurinn Hörður Sveinsson er eftirsóttur af félögum úti um alla Evrópu en sjálfur er hann hrifnastur af Danmörku og Hollandi. RKC Walwijk í Hollandi ætlar að skoða Hörð betur í næsta mánuði. HÖRÐUR SVEINSSON Hefur verið í hálfgerðri Evrópureisu í vetur og farið til reynslu til fjögurra félaga í fjórum löndum. FÓTBOLTI Johan Boskamp, stjóri Íslendingaliðsins Stoke City í ensku 1. deildinni, reynir nú allt sem í sínu valdi stendur til að festa kaup á framherjanum Paul Gallagher, sem er í láni hjá Stoke á tímabilinu frá Blackburn. Gal- lagher hefur spilað stórkostlega fyrir Stoke þann tíma sem hann hefur verið hjá liðinu og borið uppi sóknarleik liðsins ásamt fram- herjanum Simbegou Bangoura, en saman hafa þeir skorað 15 mörk í deildinni á tímabilinu. Stoke hefur komið mjög mikið á óvart í ár og er í 5. sæti deildarinnar – árangur sem að má að stórum hluta þakka Gallagher. „Hann verður hjá okkur út tímabilið en það verður erfitt fyrir okkur að reiða fram pening- inn sem þarf til að halda honum áfram. Við erum Stoke en ekki Chelsea,“ sagði Boskamp í gær. „Blackburn borgar hluta af laun- um hans ennþá en þau eru há og það er ljóst að þau þurfa að lækka til að við getum boðið honum að vera áfram. Hann vill vera áfram og allir hjá félaginu vilja ólmir halda honum en það er Blackburn sem stjórnar leiknum. Við getum ekki annað en vonað að þeir setji sanngjarnan verðmiða á hann,“ segir Boskamp. - vig Johan Boskamp, knattspyrnustjóri Stoke City: Vill ólmur kaupa Gallagher JOHAN BOSKAMP Gerir allt til að halda stjörnuleikmönnunum sínum. BLAK Stjörnumaðurinn Emil Gunnarsson og Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir, leikmaður Þróttar í Neskaupstað, hafa verið valin blakmenn ársins. Í tilkynningu frá blaksamband- inu kemur fram að Emil hafi verið fyrirliði íslenska A-landsliðsins í Andorra en Jóna Guðlaug er aðeins 16 ára gömul en var þrátt fyrir það þriðja stigahæst leik- manna í 1. deildinni. og lék sína fyrstu landsleiki á árinu. - hbg Blakmenn ársins valdir: Jóna Guðlaug og Emil best FÓTBOLTI Harry Redknapp, nýráð- inn knattspyrnustjóri Portsmouth, greindi frá því í gær að Robbie Fowler væri ekki á meðal þeirra leikmanna sem eru á óskalista hans. Redknapp er sagður fá fimm milljónir punda til ráðstöfunar þegar leikmannaglugginn opnast að nýju í janúar og hafði Fowler verið nefndur sem maðurinn til að leysa vandamálin sem fylgja markaþurrð framherja liðsins. „Hans nafn var ekki nefnt til sögunnar af mér. Ég veit ekki einu sinni hvernig formi hann er í,“ segir Redknapp. - vig Harry Redknapp: Hefur ekki áhuga á Fowler ROBBIE FOWLER Hefur aldrei náð sér á strik með Man. City. HANDBOLTI Íslenska kvennalands- liðið í handknattleik mun mæta Makedóníu í umspili um laust sæti á EM. Fyrri leikur þjóðanna fer fram hér á landi 27. eða 28. maí en síðari leikurinn ytra viku síðar. Sigurliðið fer síðan á EM sem fram fer í Svíþjóð í desember. - hbg Evrópumót kvenna: Ísland mætir Makedóníu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.