Réttur


Réttur - 01.06.1948, Blaðsíða 2

Réttur - 01.06.1948, Blaðsíða 2
90 RÉTTUR Marx hóf samtalið eitthvað á þessa leið: „Jasja, Weitling, þú hefur vakið mikla ólgu í Þýzkalandi með kommúnista- áróðri þínum. Þú hefur fylkt um þig fjölda verkamanna, og þeir hafa misst atvinnu sína og viðurværi fyrir vikið. Með hvaða röksemdum réttlætir þú þennan byltingaráróður þinn, og á hverju ætlarðu að reisa hann framvegis?" Weitling varð nokkuð ógreitt um svör og beitti helzt fyrir sig almennum vígorðum um frelsi. Hins vegar taldi hann það ekki í sínum verkahring að konia með nýjar hagfræði- kenningar. Þar yrði að taka það upp, er hagfelldast þætti, svo sem reynslan hefði sýnt í Frakklandi, en kenna verka- lýðnum að treysta ekki á loforð annarra, heldur aðeins á sjálfan sig. Marx greip fram í og kallaði það sviksamlegt að iivetja lýðinn til baráttu, nema slík átök væru byggð á raunhæfri vísindalegri kenningu. Umræðurnar urðu nú æ heitari — og Weitling gerðist mælskur. En þeim lauk á þann veg, að Marx barði liarka- lega í borðið og lét þessi orð fylgja: „Vanþekkingin hefnr alclrei orðið neinum manni l.il nokkurs góðs.“ Hér skildi með þeim Marx og Weitling. Weitling tókst aldrei að losa sig við hinar „útópisku“ hugmyndir sínar um sósíalismann, sem liann hugsaði sér nokkuð á handverks- mannavísu. En Marx mat hann þó mikils, bæði fyrir rit hans, baráttu og fórnfýsi og þóttist sjá þar fyrirboða þeirra afreka, er alþýðan gæti unnið. * 1847 voru haldnar ráðstefnur í London. Þar var félags- skapur sósíalista, „Bandalag hinna réttlátu", er til þeirra boðaði. Marx og Engels var boðið þangað, og félagið var nú skírt upp og nefnt Kommúnistabandalagið. Marx og Engels var falið að rita stéfnuyfirlýsingu bandalagsins. Þannig varð Kommúnistaávarpið til.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.