Réttur - 01.06.1948, Blaðsíða 2
90
RÉTTUR
Marx hóf samtalið eitthvað á þessa leið: „Jasja, Weitling,
þú hefur vakið mikla ólgu í Þýzkalandi með kommúnista-
áróðri þínum. Þú hefur fylkt um þig fjölda verkamanna,
og þeir hafa misst atvinnu sína og viðurværi fyrir vikið.
Með hvaða röksemdum réttlætir þú þennan byltingaráróður
þinn, og á hverju ætlarðu að reisa hann framvegis?"
Weitling varð nokkuð ógreitt um svör og beitti helzt fyrir
sig almennum vígorðum um frelsi. Hins vegar taldi hann
það ekki í sínum verkahring að konia með nýjar hagfræði-
kenningar. Þar yrði að taka það upp, er hagfelldast þætti,
svo sem reynslan hefði sýnt í Frakklandi, en kenna verka-
lýðnum að treysta ekki á loforð annarra, heldur aðeins á
sjálfan sig.
Marx greip fram í og kallaði það sviksamlegt að iivetja
lýðinn til baráttu, nema slík átök væru byggð á raunhæfri
vísindalegri kenningu.
Umræðurnar urðu nú æ heitari — og Weitling gerðist
mælskur. En þeim lauk á þann veg, að Marx barði liarka-
lega í borðið og lét þessi orð fylgja: „Vanþekkingin hefnr
alclrei orðið neinum manni l.il nokkurs góðs.“
Hér skildi með þeim Marx og Weitling. Weitling tókst
aldrei að losa sig við hinar „útópisku“ hugmyndir sínar
um sósíalismann, sem liann hugsaði sér nokkuð á handverks-
mannavísu. En Marx mat hann þó mikils, bæði fyrir rit
hans, baráttu og fórnfýsi og þóttist sjá þar fyrirboða þeirra
afreka, er alþýðan gæti unnið.
*
1847 voru haldnar ráðstefnur í London. Þar var félags-
skapur sósíalista, „Bandalag hinna réttlátu", er til þeirra
boðaði. Marx og Engels var boðið þangað, og félagið var nú
skírt upp og nefnt Kommúnistabandalagið. Marx og Engels
var falið að rita stéfnuyfirlýsingu bandalagsins. Þannig varð
Kommúnistaávarpið til.