Réttur


Réttur - 01.06.1948, Blaðsíða 4

Réttur - 01.06.1948, Blaðsíða 4
92 RÉTTUR náði aðeins til nokkurra þúsunda, hljómgrunn hjá hundr- uðum milljóna. í formálanum að útgáfunni 1872 kveður Engels svo að orði, að meginatriði þau, sem sett voru fram í ávarpinu, væru jafnrétt og þau Iiefðu verið í upphafi, — enda þótt hagnýting þessara meginreglna liljóti jafnan að mótast af sögulegum aðstæðum ;i hverjum tíma, svo sem fram sé tekið í sjálfu ávarpinu. Þessi orð Engels eiga jafnt við í dag eins og þá. Kommúnistaávarpið kveður að vísu ekki endanlega á um öll atriði marxismans eða frelsisbaráttu alþýðunnar. Sumt fær ákveðnara snið og afdráttarlausari orðun síðar, eins og t. d. kenningin um valdatökuna og ríkisvaldið o. fl. (sbr. rit Marx um Parísarkommúnuna). Hitt er þó meira furðuefni, að einmitt í Kommúnistaávarp- inu má finna vísi að ýmsum kennisetningum marxismans og leninismans, sem eru ekki settar fram fyrr en löngu síðar. Sýnir það bezt, hve höfundar þess liafa lagzt djúpt í skilgrein- ingu sinni á auðvaldsskipulaginu, því að þótt margar breyt- ingar hafi á því orðið síðan, er megineðli þess þó samt við sig. Það er þessi djúpi þjóðfélagslegi skilningur, sem veldur því, að Kommúnistaávarpið á enn fullt erindi til manna, er önnur svipuð rit frá sama tíma eru löngu dauð og úrelt. Því er jrað, að segja má um höfunda þess. líkt og Þorsteinn Erlingsson kvað um Brandes, og með meira rétti; Þú lagðir í bardagann ungur og einn; um óvinaherinn þú spurðir ei neinn; þú vissir hann varð ekki talinn. Hvar eru þeir foringjar lið þeirra og lönd? nú lifir Jrað eina, er gekk Jrér á hönd, og enginn sér út yfir valinn. Lenin Iiefur skipt sögu hinnar sósíalísku hreyfingar í þrjú megintímabil. Fyrsta tímabilið nær frá 1848 til 1871, er verkamenn Parísar hófu uppreist sína. Annað tímabilið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.