Réttur - 01.06.1948, Blaðsíða 34
RÉTTUR
122
því, live sterk tök erlends auðvalds voru orðin hér á íslandi
fyrir síðasta stríð. Bankar landsins voru orðnar innheimtu-
stoí'nanir fyrir brezku stórbankana, Hambros- og Barclays-
l)anka. Okurvextirnir, sem ísland varð að greiða ensku
lánardrottnunum, 5—6%, lögðust með öllum sínum þunga
á atvinnulíf íslendinga og ollu því m. a., að útgerðin varð að
borga um 9% í vexti. Reið það smáútgerðinni að fullu og
olli stórtapi togaraútgerðarinnar, enda er það kunnugt, að
tapið á togaraútgerð 1930—39 samsvaraði nokkurn veginn
greiðslu okurvaxtanna. Og þetta ok á atvinnulífinu kom svo
fram í Jaunalækkunum, atvinnuleysi, skömmum útgerðar-
tíma: lélegri lífsafkomu hjá þjóðinni í heild. — Samsvarandi
rán erlendra auðhringa var svo framkvæmt í verzluninni.
Þegar danska deildin úr Standard-Oil-lningnum ameríska
missti sín okurtök á smáútgerðinni, tóku brezku hringarnir
við. Brezki fiskimjölshringurinn korn sér upp „innlendri"
deild: „Fiskimjöl h.f.“ til þess að arðræna íslenzka fiski-
menn áratugum saman með einokunaraðstöðu sinni til
kaupa á beinum og úrgangi. Brezka stjórnin hélt togaraút-
gerð íslendinga á heljarþröminni með hinum harðvítugu
takmörkunum á löndun í Englandi og knúði nreð því stein.
bítstaki fram hvers konar ívilnanir og undanlát undan kröf-
um Breta. Spánskt auðvald fyrirskipaði íslendingum laga-
breytingar í viðkvæmum innanlandsmálum í skjóli valds
síns yfir saltfiskmarkaðnum. Brezk-hollenzki feitmetishring-
urinn („Unilever") einokaði síldaroliuframleiðslu íslend-
inga og arðrændi oss um milljónir punda, eftir að síldarolíu-
verksmiðjurnar komu upp. — Og þannig mætti lengi rekja
skattlagningu erlends auðvalds á íslendinga þessa áratugi,
— með arðráni á útflutningsafurðum, innfluttum vörum og
lánsfé. Og það vantaði heldur ekki tilraunir hinna ýmsu
anga af erlendu auðvaldi til þess að sölsa fossana undir sig.
Heilar ár voru keyptar upp, ýmsir „eigendur" þeirra féllu
fyrir freistingum gullsins og seldu, — jafnvel Gullfoss.
Stundum barg ættjarðarást alþýðunnar beinlínis slíkum