Réttur


Réttur - 01.06.1948, Blaðsíða 6

Réttur - 01.06.1948, Blaðsíða 6
94 RÉTTUR En þar með er ekki öll sagan sögð. Nú kemur endurskoðun- arstefnan svonefnda til skjalanna. Forvígismenn liennar telja marxismann úreltan í veigamiklum atriðum. Það er ráðizt á helztu hornsteinana í kenningum Marx. Bernstein telur, að dialektikin, sem var sjálf kvikan í heimspeki og hugsun Marx, sé aðeins einskisnýtur og óhrjálegur forn- gripur. — Hagfræðilegir spádómar Marx um síharðnandi mótsetningar og vaxandi kreppur og atvinnuleysi auðvalds- þjóðfélagsins hafi reynzt rangir, og skilgreining hans á eðli ríkisvaldsins og valdatöku alþýðunnar sé orðin úrelt. Mót- setningar auðvaldsskipulagsins fari minnkandi — og liagur verkalýðsins síbatnandi, og með auknum áhrifum sósíalista á löggjafavaldið megi smám saman hreyta auðvaldsskipu- laginu í sósíalisma. Þessi stefna eignaðist æ fleiri fylgjendur innan sósíalistaflokkanna, — og hún endurspeglaði reyndar þær tálvonir, sem uxu upp úr sýndarfriði þessara ára og þeim kjarabótum, er auðstéttin gat veitt nokkrum hluta verkalýðsins í krafti aukins arðráns í nýlendunum. En ein- ingin í flokkum sósíalista var nú rofin, ýmist klofnuðu þeir opinberlega eins og rússneski flokkurinn (í bolsjevikka og mensjevikka), eða innan þeirra mynduðust tveir armar, marxistar og endurskoðunarmenn, en opinber klofningur dróst þar til síðar. Þriðja tímabilið hófst með árinu 1905. Þá var fyrsta stór- veldastyrjöldin í nýjum stíl (milli Rússa og Japana) rétt afstaðin og alþýða Rússaveldis í uppreisn. Lenin kennir þetta tímabil við hina almennu kreppu auðvaldsskipulags- ins. Heimsveldastefnan er nú í fullum gangi. Stórveldin hafa þegar skipt upp á milli sín heiminum, og nú geisar baráttan um nýskiptingu ránsfengsins. Árekstrarnir fara sí- harðnandi. — Þetta er tímabil stórveldastyrjalda, nýlendu- uppreisna og verkalýðsbyltinga. Ujip úr fyrri heimstyrjöld- inni tók verkalýður Rússaveldis völdin í sínar hendur og hóf að koma á sósíalisma á sjöttungi af þurrlendi jarðar. Eftir síðara heimsstríðið bættust mörg lönd í Mið- og Aust-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.