Réttur


Réttur - 01.06.1948, Page 6

Réttur - 01.06.1948, Page 6
94 RÉTTUR En þar með er ekki öll sagan sögð. Nú kemur endurskoðun- arstefnan svonefnda til skjalanna. Forvígismenn liennar telja marxismann úreltan í veigamiklum atriðum. Það er ráðizt á helztu hornsteinana í kenningum Marx. Bernstein telur, að dialektikin, sem var sjálf kvikan í heimspeki og hugsun Marx, sé aðeins einskisnýtur og óhrjálegur forn- gripur. — Hagfræðilegir spádómar Marx um síharðnandi mótsetningar og vaxandi kreppur og atvinnuleysi auðvalds- þjóðfélagsins hafi reynzt rangir, og skilgreining hans á eðli ríkisvaldsins og valdatöku alþýðunnar sé orðin úrelt. Mót- setningar auðvaldsskipulagsins fari minnkandi — og liagur verkalýðsins síbatnandi, og með auknum áhrifum sósíalista á löggjafavaldið megi smám saman hreyta auðvaldsskipu- laginu í sósíalisma. Þessi stefna eignaðist æ fleiri fylgjendur innan sósíalistaflokkanna, — og hún endurspeglaði reyndar þær tálvonir, sem uxu upp úr sýndarfriði þessara ára og þeim kjarabótum, er auðstéttin gat veitt nokkrum hluta verkalýðsins í krafti aukins arðráns í nýlendunum. En ein- ingin í flokkum sósíalista var nú rofin, ýmist klofnuðu þeir opinberlega eins og rússneski flokkurinn (í bolsjevikka og mensjevikka), eða innan þeirra mynduðust tveir armar, marxistar og endurskoðunarmenn, en opinber klofningur dróst þar til síðar. Þriðja tímabilið hófst með árinu 1905. Þá var fyrsta stór- veldastyrjöldin í nýjum stíl (milli Rússa og Japana) rétt afstaðin og alþýða Rússaveldis í uppreisn. Lenin kennir þetta tímabil við hina almennu kreppu auðvaldsskipulags- ins. Heimsveldastefnan er nú í fullum gangi. Stórveldin hafa þegar skipt upp á milli sín heiminum, og nú geisar baráttan um nýskiptingu ránsfengsins. Árekstrarnir fara sí- harðnandi. — Þetta er tímabil stórveldastyrjalda, nýlendu- uppreisna og verkalýðsbyltinga. Ujip úr fyrri heimstyrjöld- inni tók verkalýður Rússaveldis völdin í sínar hendur og hóf að koma á sósíalisma á sjöttungi af þurrlendi jarðar. Eftir síðara heimsstríðið bættust mörg lönd í Mið- og Aust-

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.