Réttur


Réttur - 01.06.1948, Blaðsíða 43

Réttur - 01.06.1948, Blaðsíða 43
RÉTTUR 131 borgaralega þjóðfélags Bandaríkjanna. Því meiri sem þessi pólitíska og siðferðislega hnignun slíks þjóðfélags verður, því meiri hætta á að einokunarauðvaldinu takist að steypa þeirri þjóð í glötun, sem það hefur náð slíku taki á. Við, sem nú lifum, höfum séð, hvernig slíkt einokunarauðvald spillti og eyðilagði verklýðshreyfingu og lýðræði Þýzkalands, steypti þýzku þjóðinni í smán og víti fasismans og leiddi kvalræði kúgunarinnar yfir aðrar þjóðir. ()g við sjáum nú, livernig ameríska einokunarauðvaldið er að murka líf og sál úr Iýðræði Lincolns og Jeffersons, keyra verklýðshreyf- ingu Bandaríkjanna í þrælafjötra Morgans og Rockefellers og leiða hættu tortímingarinnar yfir allar þær þjóðir, sem það klófestir. (Það er engin tilviljnn, að háþróuðustu stór- iðjulöndin (Þýzkaland og Bandaríkin) verða að dýflissum fólksins, meðan alþýðan brýzt til valda í hverju landinu al' öðru, sem skemmra eru komin.) Þessa hættu sér Stephan G. Ef ekki er vakandi og sterk alþýða á verði um það, í hverra þágu stóriðjunni er beitt, þá vofir eymd og tortíming yfir. Ef slægviturt auðvald getur sljógað alþýðuna, (eins og Morgunblaðið, Alþýðublaðið og útvarpið eru nú að reyna á íslandi), þá getur stóriðja þess orðið til að eyðileggja og mannskemma íslendinga/ Þess vegna varar Steplian við stórvirkjunum fossanna í aðalkvæði sínu um þetta deilumál, ,,Fossa-föllum“ (1910), ef það gerist þannig, að auðvald ráði þeim. Hann lætur loss- inn segja: „En magnið mitt, cn iðjuleysið ekki. til illra heilla gæti sljóta leitt. Eg kann að smíða harða þræla-hlekki * á heilan lýð, e£ mér er til þess béitt. Eg orðið gæti löstur mesti í landi og lækkun þjóðar — öðrum þannig fer — sé gamla Þóris gulli trylltur andi, sem gekk í fossinn, vakinn upp í mér.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.