Réttur


Réttur - 01.06.1948, Blaðsíða 68

Réttur - 01.06.1948, Blaðsíða 68
156 RÉTTUR vamlamál fagurfra.‘ðinnar, um leikrit, skáldsagna- og ljóðagerð. Þar eru og umsagnir um marga kunna höfunda, svo sem Shakespeare, Goethe, Balzac, Heine, W. Scott, Ibsen o. fl. o. fl. — Og er bæði fróðlegt og skcmmtilegt að kynnast sjónarmiðum „hinna fornu lærifeðra". Sidney Finkelstein: Art and Society (Listin og samfélagið), New York 1947. Bókin fjallar bæði um l)ókmenntir, hljómlist og málaralist. Höfundur leit- ast við að gera grein fyrir gildi listarinnar fyrir mannlegan þroska og ham- ingju. Hann rekur ýmsa þætti úr sögu listarinnar og hinna ýmsu stílteg- unda, en leggur þó megináherzlu á vandamál líðandi stundar — satnband listarinnar og almennings, hversu skapa megi sem heilbrigðast menningar- líf, þar sem listin gegni hlutverki sinu. C'hristopher Caudwell: Illusion and Realty (Blekking og veruleiki). Höf- undur þessa rits var eitnt a£ hinum gáfuðustu og fjölhæfustu menntamönn- um Brcta. Hann barðist í Spánarstríðin'u með lýðveldishernum og féll þar aðeins 28 ára að aldri. Hann hefur ort ljóð og samið skáldsögur, — og auk þess liafa birzt eftir hann tvö meiriháttar verk um bókmenntir. „Studies in a dying culture" og „Illusion and Reality". Undirtitill þessa sfðastnefnda verks er „A study of the Sources of Poetry" (Rannsókn á uppsprettu ljóð- listarinnar). Og svo sem hann ber með sér, fjallar bókin um ijóðlistina. Það er rætt um upphaf hennar og fyrsta hlutverk, saga hennar er rakin í stórunr dráttum, einkum þó er tekur til enskra ljóðskálda. Höfundur gerir sér mjög far að skýra einkenni og eðli ljóðsins sem og sköpunarferil þess. Engin tök er á að rekja hér að neinu gagni efni þessa rits, en þess vil ég geta, að ég hef aldrei lesið bók um þessi efni, er mér hafi þótt markverðari. Og hún er hollur lestur, einkum nú, er Ijóðagerðin virðist víðast hvar eiga við eins konar kreppti að striða. Um skáldsagnagerð síðustu ára iiefur ýmislegt verið skrifað, og skal ég aðeins drepa á fáein rit. Af eldri bókum unt þetta efni má nefna Ralph Fox: The Novel and the People, London 1937 — góð bók og sketnmtileg — og Alick West: Crisis and Critizism, London 1937, fjallar um bókmenntagagn- rýni. En með þvi, að þessi rit eru sjálfsagt kunn ýmsum lesendum Rétlar, skal ekki fjölyrt um þau hér. Harry Slochower: No Voice is Wholly lost, New York 1945. Höfundurinn er Austurríkismaður, en hefur dvalizt í Bandarikjunum, frá því að hann var 13 ára. Hann hefur áður sainið bækur bókmenntalegs efnis, og má þar t. d. nefna Three Ways of Modern Man (um S. Undset, A. Nexö og T. Mann). Síðasta bók Slochowers fjallar jöfnum höndutn um skáldsagnahöfunda og verk þeirra og ýmsar heimspekistefnur, sem jafnframt létu til sín taka. Það er rætt um skáld og rithöfunda, eins og t. d. Huxley, Hemingway, Law- rence, Rilke, Sholokof, Steinbeck, A. Zweig, T. Mann, Joyce, Proust og T. S. Eliot o. fl. og um heimspekinga, eins og t. d. Nietzsche, Spengler, Santayana, J. Dewey, Freud og Marx. Bókmenntirnar eru skoðaðár i tengslum við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.