Réttur


Réttur - 01.06.1948, Side 58

Réttur - 01.06.1948, Side 58
146 RÉTTÖR Það var meining þessa valds að liindra framfarir á íslandi, kyrkja m. a. viðleitnina til að koma á Sogsvirkjun og hita- veitu. Þess vegna krafðist Haml)ros Bank þess af fjármála- ráðherra íslands 19‘35, að ríkið tæki engar nýjar erlendar ábyrgðir á sig, og Eysteinn Jónsson, þáv. fjármálaráðherra, varð að senda svoldjóðandi yfirlýsingu til Magnúsar Sig- urðssonar í London lianda brezku bönkunum: ,,Það er stefna mín og áður yfirlýst að koina lagi á inn- flutning og útflutning íslands í Jrví skyni, að gjaldeyris- ástand komist á öruggan grundvöll og á meðan forðast frek- ari erlendar ríkislántökur eða að hjálpa til við erlendar lán- tökur íslen/.kra þegna, með því að veita ríkisábyrgð." Með því að koma á þessu nákvæma fjármálaeftirliti með íslandi, ætlaði brezkt bankaauðvald að tryggja, að hér vrði ekki farið að koma upp neinum iðnaði, sem brezkum auð- nlönnum væri illa við, né umbæta um of íslenzka fram- leiðslukerfið. Það er svo að segja hlutverk stórbankanna í drottnunarkerfi auðmannanna að lialda hinum ,,frumstæðu“ löndum, hagfræðilega talað, — sem sé þeim, sem framleiða liráefni Iianda stóriðjulöndunum, — niðri á sínn frumstæða stigi, láta þau vera hráefnalindir áfram, ódýrar lnáefnalind- ir, þar sem fólkið vinnur með frumstæðum tækjum við léleg lífskjör. Ef sjálfstæð, þjóðleg stóriðja fer að þróast í landi, sem áður var hráefnalind (t. d. íslandi), þá er Jrað hættuleg samkeppni fyrir stóriðju auðvaldsins í því landi, sem var vant að fá hráefnin (t. d. stóriðju Bretlands]. Þess vegna reyna stórbankarnir að hindra slíka þróun, — og ef mikils þarf við, þá er ríkisstjórn viðkomandi stórveldis látin grípa til sinna ráðstafana, — „silkimjúkra" hótaria, ef' ekki er hlýtt fyrstu vísbendingum. Afstaða feitihrihgsins brezka („Unilever") er gott dæmi. íslendingar selja honum síldarlýsið, hráefni í smjörlíki o. fl. ,,Unilever“ á herzluverksmiðjur miklar. í eign þessara verk- smiðja og í ýmiss konar sérþekkingu á vinnsluaðferðum, einkaleyfum o. 11. felst einokun Jiessa hrings. „Unilever"

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.