Réttur - 01.06.1948, Blaðsíða 31
RKTTUR
119
arasveinafélag íslands, Sveinafélag prentmyndasmiða. Verka-
lýðsfél. Skeggjastaðalirepps, bifreiðastjórar í Ólafsvík, Mat-
sveina- og veitingaþjónafél. íslands, Verkamannafél. Arnar-
neshrepps, Hjalteyri og Verkalýðs- og sjómannafél. Ólafs-
fjarðar. Nemnr kauphækkun þessara félaga yfirleitt 15—30
grunnaurum á klukkustund, en sumir sértaxtar hafa hækkað
allmiklu meira, allt upp í 1 kr. og 15 aura grunnnkaups-
hækkun (t. d. á Norðfirði). Auk þess hafa Verkalýðsfélögin
á Siglufirði, Skagaströnd, Húsavík og Raufarhöfn samið um
10 aura grunnkaupshækkun á klst. og tilsvarandi hækkun á
mánaðakaupi við Síldarverksmiðjur ríkisins. Til þess að ná
þessum kjarabótum liafa sum félögin orðið að lieyja verk-
föll misjafnlega löng, en utan Reykjavíkur hefur kaup-
hækkunin yfirleitt náðst án verkfalla.
Þetta eru þó aðeins fyrstu skrefin í baráttunni gegn
þvingunarlögum ríkisstjórnarinnar og öðrum aðgerðum
liennar til að þrengja kosti verkafólksins. Eftir er höfuð-
sóknin, og þarf ekki að spyrja um leikslok, ef samtökunum
auðnast að halda styrk sínum og varðveita einingu sína
gegn flugumönnum stéttarandstæðinganna og ríkisstjórn-
ar þeirra.
22. ágúst 1948,
Brynjólfur Bjariwson.