Réttur


Réttur - 01.06.1948, Page 4

Réttur - 01.06.1948, Page 4
92 RÉTTUR náði aðeins til nokkurra þúsunda, hljómgrunn hjá hundr- uðum milljóna. í formálanum að útgáfunni 1872 kveður Engels svo að orði, að meginatriði þau, sem sett voru fram í ávarpinu, væru jafnrétt og þau Iiefðu verið í upphafi, — enda þótt hagnýting þessara meginreglna liljóti jafnan að mótast af sögulegum aðstæðum ;i hverjum tíma, svo sem fram sé tekið í sjálfu ávarpinu. Þessi orð Engels eiga jafnt við í dag eins og þá. Kommúnistaávarpið kveður að vísu ekki endanlega á um öll atriði marxismans eða frelsisbaráttu alþýðunnar. Sumt fær ákveðnara snið og afdráttarlausari orðun síðar, eins og t. d. kenningin um valdatökuna og ríkisvaldið o. fl. (sbr. rit Marx um Parísarkommúnuna). Hitt er þó meira furðuefni, að einmitt í Kommúnistaávarp- inu má finna vísi að ýmsum kennisetningum marxismans og leninismans, sem eru ekki settar fram fyrr en löngu síðar. Sýnir það bezt, hve höfundar þess liafa lagzt djúpt í skilgrein- ingu sinni á auðvaldsskipulaginu, því að þótt margar breyt- ingar hafi á því orðið síðan, er megineðli þess þó samt við sig. Það er þessi djúpi þjóðfélagslegi skilningur, sem veldur því, að Kommúnistaávarpið á enn fullt erindi til manna, er önnur svipuð rit frá sama tíma eru löngu dauð og úrelt. Því er jrað, að segja má um höfunda þess. líkt og Þorsteinn Erlingsson kvað um Brandes, og með meira rétti; Þú lagðir í bardagann ungur og einn; um óvinaherinn þú spurðir ei neinn; þú vissir hann varð ekki talinn. Hvar eru þeir foringjar lið þeirra og lönd? nú lifir Jrað eina, er gekk Jrér á hönd, og enginn sér út yfir valinn. Lenin Iiefur skipt sögu hinnar sósíalísku hreyfingar í þrjú megintímabil. Fyrsta tímabilið nær frá 1848 til 1871, er verkamenn Parísar hófu uppreist sína. Annað tímabilið

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.