Réttur


Réttur - 01.01.1950, Page 70

Réttur - 01.01.1950, Page 70
Brynjólfur Bjarnason: INNLEND VlÐSJÁ Ný afturlialdsstjórn. Frá því um áramót hafði Sjálfstæðisflokkurinn boðað þjóðinni, að hann mundi leggja fram á Alþingi tillögur um bjargráð til þess að leysa efnahagsvandamál hennar til frambúðar. Um inn- tak þessara tillagna voru þeir þó þögulir eins og gröfin, einkum var talið áríðandi að þær færu dult þar til almennar kosningar væru um garð gengnar. Það þótti ekki í samræmi við vestrænar lýð- ræðishugsjónir, að kjósendur færu að skipta sér af slíkum málum sem þeim, hvernig bjarga skyldi þjóðinni frá efnahagslegum voða, og trufla þannig ráðagerðir hinna vísu með atkvæði sínu. Þeim var nóg að vita, að fenginn hafði verið ,,hagspekingur“ nokkur frá Amerfku, af íslenzku bergi brotinn, til að leysa vandann. Menn biðu í ofvæni allt til 25. febr. Þá lagði stjórnin bjargráða- frumvarp sitt fyrir alþingi. Fylgdi því löng álitsgerð eftir dr. Benjamín Eiríksson og Ólaf Björnsson prófessor. Aðalefni frum- varpsins var, að gengi íslenzku krónunnar skyldi lækka um 42,6 %, og verð erlends gjaldeyris þannig hækka um 74,3%. Framsóknarflokkurinn var eini flokkurinn, sem beinlínis hafði lýst sig fylgjandi gengislækkun fyrir Alþingiskosningar í sumar. Samkvæmt þessu hlaut flokkurinn að vera fylgjandi aðalefni frumvarps þessa. En enn sem fyrr hélt hann þvf fram, að gera þyrfti allvíðtækar ,,hliðarráðstafanir“. Samningar höfðu staðið yfir um hríð um samstjórn borgara- flokkanna tveggja eða þriggja og gengið á ýmsu. Þegar Sjálf- stæðisflokkurinn lagði fram frumvarp sitt, var það einn þáttur- inn í þessu taugastríði.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.