Réttur


Réttur - 01.05.1961, Síða 11

Réttur - 01.05.1961, Síða 11
II É T T U R 171 stjórna öllu efnahagslífi landsins í sína þágu og er- lendra bandamanna sinna, auðdrottnanna. 1 Ijósi þess verður að skoða þá atburði, er síðar hafa gerzt. Níðingsskapur valdliajanna verður að ejla samhjálp alþýðunnar. En jafnhliða því sem hin harða verkfallsbarátta er skil- greind pólitískt, er nauðsynlegt að jafnt alþýðan, sem heyr hana og auðvaldið, sem knýr hana fram, átti sig til fulls á hinum mannlegu hliðum þessarar baráttu, -— eigi aðeins ár- vekni og hetjuskap verkfallsvarðanna, hinni almennu sam- úð fjöldans, heldur og þjáningum þeim og fórnum, sem slíkri baráttu er samfara. Sú auðmannastétt Reykjavíkur, sem knýr verkamenn — og það einmitt þá fátækustu — til þess að grípa til verk- fallsvopnsins, verður að skilja til fulls að hún er með því að níðast á konum og börnum, einmitt þeim, sem eiga um sárast að binda eftir langvarandi launakúgun og kauprán. Það eru margir Dagsbrúnarmennirnir og aðrir verkfalls- menn, sem enn búa í kjöllurum, sem bannað var að búa í fyrir 30 árum. Það eru mörg þau börn verkfallsmanna, sem enn búa við sjúkdóma af völdum heilsuspillandi húsnæðis, sem auðvaldið hindrar að útrýmt sé. Það var svo í síðasta verkfalli, sem mörgum fyrri, að það var farið að sjá á börn- um verkfallsmanna sakir matarskorts. Sú burgeisastétt, sem ber ábyrgð á þessum níðingsskap: skorti og sulti á íslandi 20. aldar, — verður að vita, að hún kveikir með framferði sínu hatur, seni gerir stéttabaráttuna á íslandi á ný margfalt harðari en hún nú hefnr verið um skeið. Ráðherrar og sérfræðingar, sem standa að þeim kúg- unarráðstöfunum, sem níðingsverkum valda, verða að gera sér ljóst, að glæpsamlegt framferði þeirra kemur þeim sjálf-

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.