Réttur


Réttur - 01.07.1966, Síða 21

Réttur - 01.07.1966, Síða 21
RÉttur 221 óþarfi fyrir hann að láta á sig fá þó að brimlöðrið skvettist framan í hann eða vindurinn næddi gegnum peysuna. En nú verður að segja aðra sögu: Fátt er jafn heillandi og fullt eftirvæntingar fyrir börnin í flæðar- málinu eins og að fara í fjöruna eftir stórbrim. Hver gat sagt hvaða fjársjóðir þar kynnu að leynast. Þetta var eins og happdrætti, þar sem miðarnir kosta ekki neitt. Margar sögur var hægt að segja um þá hluti, sem fundizt höfðu reknir á fjörur. Alltaf fundu börnin líka eitthvað, þótt fullorðnum þætti það kannski ekki merkilegt. Það gat verið kubbur, sem sagaður hafði verið af við eitthvert smíði, brotinn goggur með stöfum á, tunnu- stafur, skófluskaft með brennimarki, ílát með einhverju í og þar fram eftir götunum. Stundum fundust einhverjar spjarir, en v.ið þær voru börnin hrædd og snerlu aldrei við þeim. Allir þessir hlutir áttu sér sína sögu, þeir töluðu máli, sem börnin reyndu að skilja. Þetta var sannarlega ævintýraríkt. Það var því mikil eftirvænting í hugum þeirra bræðranna þegar þeir morgun einn á þorranum fóru að leita í fjörunni. I tvo daga hafði verið stórhríð og brimrót, en nú var farið að lægja. Skammt frá þorpinu voru klappir, sem gengu fram í sjóinn. Þar voru skútar og gjótur og þegar brim var, heyrðust þaðan þungir dynkir og háir strókar hentust upp í loftið. í þessari ferð var það, sem Haraldur hafði fundið baujuna. Hann hafði hlaupið á undan bróður sínum, sem var að bisa við spýtu, sem lá hálfgrafin í þarahrönnina. Baujan lá þarna á milli klapp- anna. Hann nam fyrst slaðar í undrun og horfði á þennan merkis- grip, en hentist svo til að bjarga henni, þegar honum sýndist sjórinn vera að taka hana aftur. Hann varð svo ákafur, að hann sinnti því engu þótt hann yrði alvotur af löðrinu, sem bárurnar þeyttu yfir hann, þegar þær æddu inn á milli klappanna. Hann hafði rétt lokið við að draga hana upp úr flæðarmálinu, þegar bróðir hans kom. Steinn varð ekki minna undrandi, þegar hann sá hvað bróðir hans hafði fundið. „Sjáðu, sjáðu,“ hrópaði Haraldur, „sjáðu hvað ég fann og ég er búinn að bjarga henni.“ Það var alltaf nokkur keppni milli barnanna um hvað þau fyndu í fjörunni. En um rétt finnanda giltu óskráð lög, sem allir beygðu sig fyrir. Steinn varð því strax að viðurkenna rétt bróður síns, en fór þó í ákafa að hjálpa honum við að koma þessum dýrmæta fundi heim til þeirra.

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.