Réttur


Réttur - 01.07.1966, Blaðsíða 48

Réttur - 01.07.1966, Blaðsíða 48
248 RÉTTUR færa — og hefur raunar ætíð verið svo á íslandi — með tilliti til atomstríðshættunnar einmitt á þeim slóðum. Vafalaust eiga sósíalistískir flokkar í mestöllum auðvaldshluta Evrópu, — jafnt kommúnistískir, sósíaldemókratískir sem aðrir, — eftir að endurskoða mjög skipulag sitt og alla starfsemi með lilliti til þessara baráttuskilyrða. En það mættu borgaraflokkarnir einnig gera. Er rétt að íhuga aðstöðu og vald flokka í lýðræðislegum auð- valdsþjóðfélögum Evrópu með nokkrum orðum og á það og við hér heima. 3. Flokkar og ffokksvold sem lýðræðislegt vondamál Þróun sterkra, agaðra, mjög samstæðra stjórnmálaflokka hefur verið eitt höfuðeinkenni í stjórnmálaþróun 20. aldar. Flokkarnir eru valdatæki þeirrar stéttar, sem þeir eru fulltrúar fyrir. En jafn- framt hefur þróunin orðið sú, jafnvel í flestum flokkum, að hin raunverulegu völd hafa færst í hendur lít.ils hóps manna, jafnvel örfárra, en einstaklingsfrelsi og lýðræði að sama skapi dvínað. Er það ekki ólík þróun þeirri, sem gerzt hefur í atvinnulífinu: að völd- in í því færast á fáar hendur sakir tækni- og skipulagsbyltingar þeirrar, er heimtar æ stærri rekstur og stærr.i heildir og safnar þann- ig fjármálavaldi á fáar hendur. Borgarastéttin reynir oft að halda því fram, að ofangreind þró- un sé einkenni á flokkum sósíalistískra þjóðfélaga. En hún hefur ekki síður gerst í borgaraflokkunum, einnig hér heima. Það er t. d. mjög eftirtektarvert hvernig Sjálfstæðisflokkur.inn hefur breytzt á síðustu 29 árum í þessum efnum: orðið hlýðinn og auðsveipur þingflokkur örfárra foringja, þar sem verið er að þurrka meir og meir út persónuleika einstaklinganna, svo ekki sé talað um lýðræði fólksins í flokknum. Fyrir tveim til þrem áratugum gátu t. d. þingmenn hans haft mismunandi afstöðu við stjórnarmynd- anir og lengi eimdi eftir af þessu sjálfstæði hjá hinum eldri mönn- um og einstakir hópar þorðu að beita sér fyr.ir einkamálum ein- stakra stéttahópa. En nú drottnar fámennur hópur stjórnmálafor- ingja og ríkustu heildsala og fjármálamanna svo gersamlega í flokknum, að eigi aðeins hagsmunir almennings, heldur einnig sjávarútvegs og iðnaðar, eru gersamlega bornir fyrir borð til þess að þóknast hagsmunum heildsala og verðbólgubraskara. — Og Sjálfstæðisflokkur.inn er ekki einn um þessa þróun. Jafnhliða þessari tilfærslu valdsins gerist og það, að einstaka sér- íræðingar valdaflokka ná úrslitaáhrifum um að ákveða stefnu, sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.