Réttur


Réttur - 01.07.1966, Blaðsíða 49

Réttur - 01.07.1966, Blaðsíða 49
Réttur 249 kjósendur hafa aldrei samþykkt. Sérstaklega hættulegt verður þetta, þegar slíkir sérfræðingar verða um leið eins konar umboðsmenn erlendra auðstofnana (svo sem Alþjóðabankans o. fl.), svo sem hér varð um þá íslendinga, er í krafti slíkrar aðstöðu hafa haft úrslita- áhr.if á efnahagsstefnu allra ríkisstjórna á Islandi síðan 1950. Með þessari þróun er verið að þurrka hurt vald þinganna. Niður- læging Alþingis í þrælfjötraða flokksvaldsvél meirihlutans er tal- andi dæmi. í stað raunverulegs valds Alþingis og þingmanna, er komin fámennisstjórn 2—3 ráðherra og 4—5 auðmanna og sér- fræðinga, er verður miðdepill þessa valdatækis, er stjórnar ríkinu, stjórnarflokkunum, stjórnarblöðunum, ríkisútvarpi, — m. ö. orð- um valda- og áhrifatækjum þjóðfélagsins. Flokksræðið, — hið mikla vald, sem samansafnast í höndum ör- fárra aðalmanna valdaflokkanna, — og á það ekki síður við um borgaralega valdaflokka en stjórnarflokka sósíalistískra ríkja, •— er orðið mikið pólitískt, — og þá fyrst og fremst lýðræðislegt, •— vandamál. Það verður vart snúið aftur til sjálfstæðis og valds einstakra jnngmanna í þessum efnum, svo sem var á íslandi framan af þess- ari öld eða í Englandi á 19. öld. Heldur ekki nein einmenningskjör- dæmi myndu breyta slíku. Þau eru í Englandi, en flokksvélarnar eru jafn voldugar fyrir það og einstaklingarnir valdalausir. Það verður eitt af vandamálum stjórnmálaþróunarinnar á næstu áratugum að skapa viðeigandi lýðræðislegt skipulag í þessurn efn- um, þar sem reynt yrði að sameina í flokkum eða flokkasamsteyp- um og -bandalögum, það frelsi inn á við, sem hið stranga flokks- skipulag er að þurrka út, og þann þrólt út á við, sem samheldnin veitir. Borgaraflokkarnir eru vissulega í marxistískum skilningi og í raun valdatæki yfirstétta. En við sósíalistar verðum að muna, að þeir þykjast vera lýðræðislegir fulltrúar fjöldans (sbr. „flokkur allra stétta:“ Sjálfstæðisflokkurinn) og í hugmyndaheimi heiðar- legra fylgjenda sinna eru þeir það. Þetta verða sósíalistar ætíð að hafa í huga í viðskiptum sínum við slíka flokka, ekki sízt við flokk með annað eins fjöldafylgi hjá alþýðu manna og Sjálfstæðisflokk- urinn hefur. Ef sósíalistum tekst því að halda rétt á málum, — t. d. hagsmunamálum eins og launakröfum og landhelgismálinu, eða þjóðernismálum eins og sjónvarpsmálinu, — ])á mun ætíð að lok- um takast að fá heiðarlega fylgjendur slíkra flokka til að rísa upp og hjálpa til að knýja fram sigur í slíkum málum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.