Réttur


Réttur - 01.07.1966, Blaðsíða 13

Réttur - 01.07.1966, Blaðsíða 13
Réttur 213 Hefði í för með sér harðvítugar aðgerð.ir lögregluríkisins, m. a. væru leiðtogar blökkumanna hafðir í haldi á Robbin-eyju. Kommúnistaflokkurinn hefði aldrei haft á stefnuskrá sinni að koma á harðstjórn eða alræði öreiganna. Flokkurinn hefði aldrei borið sósíalismann á borð sem fyrstu lausn á vandamálum Suður- Afríku. Hann aðhylltist útvíkkað lýðræði með því að auka pólitísk réttindi og frelsi. Fischer sagði, að það væri alltaf erfitt að brjóta í bága við sett lög, sérstaklega erfitt þó fyrir lögfræðinga. Samt sem áður væru til svo knýjandi kringumstæður, að margir af landsins beztu og vitr- ustu sonum hefðu brotið gegn lagabókstafnum og það ekk.i af neinni tilviljun. Lög um að útrýma kommúnisma væru ekki einasta til þess gerð að útrýma kenningum marxismans í S.-Afríku, beldur til að bæla niður þær hugsjónir, sem þættu sjálfsagðar um heiin allan — utan S.-Afríku. Þessar hugsjónir væru, að allir ættu að hafa rétt til þátttöku í stjórn landsins, og að svartir og hvít.ir hefðu jafnan rétt í friði og sátt. I dag eru 3.000 manns í fangelsi, sem börðust fyrir jafnrétti kynþátta. ÍAths.: Aðaleftirlitsmaður fangelsa í S.-Afriku sagði nýlega, að 8.500 manns væru nú fangelsaðir af stjórnmála- ástæðum.). Ef svo virtist, að kyrrð ríkti í kynþáttamálum í landinu, gæfi það ekki rétta mynd af ástandinu, þar sem öll hreyfing er bæld niður með kúgunaraðgerðum. Aðgerðir stjórnar lögregluríkisins gælu að vísu leitt til ládeyðu um stundarsakir en síðan kæmi frain- búðarhatur. Stefna S.-Afríku-stjórnar gæti aðeins leitt til borgarastyrjaldar af verstu tegund, sem livítir menn gætu aldrei unnið. Hefð.i rétt leið verið farin í kynþáttavandamálum S.-Afríku, hefði land vort getað liaft forystu um farsæla lausn vandatnálanna í Afríku allri. En sú leið hefði verið farin að einangra 200 millj. manna frá öðr- um Afríkumönnum. Kommúnistaflokkurinn hefði einn ver.ið fær um að taka að sér leiðtogahlutverkið; hann gæti einn vísað á rétt- ar brautir. Fischer sagði, að hann hefði ekki liafnað dómkvaðningu til að bjarga sjálfum sér, því ef svo hefði verið, hefði liann getað flú.ið land og dvalizt í Englandi áfram, sem hann var, þegar liann var fyrst kallaður fyrir rétt. Ástæðan hefði verið sú, að hann hefði talið liað skyldu sína að halda áfram því starfi, sem hann hefði hafið. Þegar hann hefði svo gengið fyrir dómara. hefðu þær orsakir, sem ollu því, að hann gekk í Kommúnistaflokkinn, margfaldazt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.