Réttur


Réttur - 01.07.1966, Blaðsíða 20

Réttur - 01.07.1966, Blaðsíða 20
ÁSGRÍMUR ALBERTSSON: Mannraun ( SAGA) ÞaS var orðiS næstum aldimmt, þótt ekki væri áliSiS dags. Þetta var á þeim árstíma, þegar stuttir dagar verSa æ styttri. En það var tekið aS halla jólaföstu og birtu jólahátíðarinnar lagði þegar inn j hugskot fólks, einkum yngri kynslóðarinnar, en það var hún, sem hér kemur mest við sögu. BrimiS lamdi fjörugrjótið og það sargaði í hnullungunum, þegar útsogin drógu þá með sér. Þarabunkar höfðu hlaðizt upp og götu- ti oðningurinn uppi á fjörukambinum var alþakinn blöðkum svo að sleipt var undir fæti. Kaldur vindur æddi af hafi og þeytti löðrinu langt upp á gras. ÞaS var samt enginn ótti né ömurleiki í hugum bræðranna tveggja, sem röltu eftir götunni. Þair voru fæddir í flæSarmálinu og höfðu alið þar sinn stutta aldur. Fjaran var leikvöllur þeirra og öldurnar heyrðu henni til eins og leikfélagar. Stundum gátu þær að vísu verið grettar og ógnvekjandi, einkum þegar pabbi var á sjó. Þá heyrðu þær ekki fjörunni til heldur óveðrinu, sem hann var að berjast v.ið. En stundum færðu þær börnunum allskonar leikföng. Og svo var það oft, að þær tóku sig til og umbyltu þessum leikvelli á einni nóttu og þá var komið nýtt og heillandi langslag að morgni. Auk þess voru drengirnir í mjög mikilvægum erindagerðum, sem fyllti hug þeirar eftirvæntingu og lilhlökkun. Þeir voru á leiðinni á fund voldugasta mannsins í þorpinu, Einars kaupmanns Sveinssonar. Þeir voru að fara til að krefja hann um skuld. Raunar var það yngr.i bróðirinn, Haraldur, nýlega orðinn átta ára, sem skuldakröfuna átti, en Steinn, sem var árinu eldri, hafði farið með til fulltingis og aSstoðar. ViS greiðslu þessarar skuldar voru miklar vonir tengdar. ÞaS var gaman að hafa auraráð fyrir jólin. ÞaS var hægt að kaupa svo margt fyrir jólin og sá, sem átti ,inni hjá sjálfum kaupmanninum, var enginn smákarl þótt ekki væri hann nema átta ára. Nei, það var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.