Réttur


Réttur - 01.07.1966, Page 19

Réttur - 01.07.1966, Page 19
Réttur 219 innlends afturhalds mun ekki takast að snúa við rás sögunnar.Komm- únisminn — hugmyndafræði hins vísindalega sósíalisma — verður ekki upprættur í Indónesíu. Hann er hlutlægt lögmál þróunarinnar, og með reynslu á þjóðlegum og alþjóðlegum vettvangi er gefið fyrir- heit um að Kommúnistaflokkur Indónesíu muni standa af sér alla storma. Asamt öðrum frelsisunnandi öflum í landinu og með hjálp verkalýðsins í öllum heiminum mun hann fyrir víst koma sigursæll úr átökunum við samsæri heimsvaldasinna og afturhaldsafla gegn indónesísku þjóðinni. Hann mun verða áfram sem hingað til for- ustusveitin til verndar málstað byltingarinnar í Indónesíu og leggja lið þjóðfrelsisbaráttunni annars staðar í heiminum, lýðræði, félags- legum framförum og friði. [Ofsóknirnar í Jndónesíu gegn kommúnistmn hófust í október s.l. með fang- elsunum og fjöldamorðum. Erfitt hefur reynzt að fá öruggar fregnir af þeim ógnum sem yfir landið hafa gengið og breytilegar tölur eru nefndar um þá sem látið hafa tífið í ofsóknunum. Allar upplýsingar hníga þó í þá átt að nokkur hundruð þúsund manns hafi verið drepnir. Hér skulu tilfærð örfá dæmi úr þekktum borgaralegum blöðum erlendum. Brezka daghlaðið Guardian hefur þetta eftir fréttaritara sínum í Djakarta 7. apríl s. 1.: „Áætlaðar tölur um fjölda þeirra Indónesa sem hafa verið drepnir í blóðs- úthellingunum eftir stjórnarbyltingartilraunina 30. sept. fara hækkandi eftir því sem greinilegri fréttir berast frá fjarlægari stöðum. Einn af sendiherrum Vesturveldanna telur 300 þúsund varlega áætlað, aðrir gizka á hærri tölur. Ferðamaður þaulkunnugur á Bali og sem talar tungu innfæddra þar segir frá fjöldaaftökum í mörgum þorpum. Embættismaður í Surabaja viðurkennir um 200 þúsund aftökur á Balí sem hefur 2 milljónir ibúa. Áætluð tala fallinna á Súmatra er 200 þúsund og á Java er svipuð tala talin algert lágmark. Ef bætt er við þeim sem fallið hafa á Borneó, Súlawesi og öðrum eyjum fer taian upp fyrir 600 þúsund ... Það virðist augljóst að meirihluti þeirra sem fallið liafa séu saklaus fórnar- dýr pólitísks ofsóknarhrjálæðis . .. Víða í landinu hrönnuðust líkin upp í ám og fljótum og mynduðu stíflur ...“ Stórblaðið Times í London hirti 13. apríl frásögn fréttaritara sem var nýkom- inn frá Indónesíu: „Hámarkstalan sem ég fékk um fjöldamorðin hjá indónesískum hershöfð- ingja var 150 þúsund, en ýmsir starfsmenn sendiráðanna telja að allt að 500 þúsund hafi verið drepnir ...“ New York Times birtir grein eftir Sulzberger 13. apríl: „Einu grimmasta blóðbaði sögunnar er enn ekki lokið í Indónesíu. Fleira fólki hefur verið slátrað hér undanfarna sex mánuði en allan tímann í styrj- öldinni í Víetnam. Það er ekki hægt að nefna neinar öruggar tölur um fallna. Mjög varkár sendiráðsmaður telur þá samtals 300 þúsund, aðrir nefna hærri tölur.“]

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.