Réttur


Réttur - 01.07.1966, Síða 64

Réttur - 01.07.1966, Síða 64
264 RÉTTUR fjárfestingin í námuiðnaði, því næst í léttiðnaði og verzlun. Fyrir stríð var engin bandarísk fjárfesting í Suður-Afríku, — nú drottnar bandarískt auðhringavald yfir málmiðnaðinum, er voldugt í uran- iðnaðinum og nýtur forréttinda í gullframleiðslunni. Bandarísk fjárfesting í námuiðnaðinum var 1962 182 milljónir doilara. Eru það fyrst og fremst tvær samsteypur: Onnur er sam- steypan Engelhard — Dillon Read — Rand Mines Group og liin er Newmont — American Metal Group. (Hið síðastnefnda fyrirtæki heitir nú American Metal Climax og var um skeið að hugsa um samstarf við Sw.iss Aluminium Co. um fjárfestingu á Islandi.) John Foster Dulles var, þegar viðskiptabannið á Suður-Afríku var til umræðu hjá Sameinuðu þjóðunum, í nánu sambandi við Amer- ican Metal Group og urn leið fulltrúi Bandaríkjastjórnar hjá Sam- einuðu þjóðunum! Hin samsteypan, undir forustu Engelhardt, hefur 100.000 svarla verkamenn í Suður-Afríku í sinni þjónuslu, greiðir þeinr kaup, sem er aðeins brot af kaupi hvítu verkamannanna (%), og framleiðir 17% af gulli Suður-Afríku. Vegna hagsmuna auðhringanna brýtur Bandaríkjastjórn við- skiptabannið. Árið 1965 var útflutningur Bandaríkjanna til Suður- Afríku 250 milljón.ir dollara eða 17,7% af innflutningi Suður-Afríku. Mikill hluti gullsins frá Suður-Afríku fer beint til Fort Knox, geymslu bítar gullsins í Bandaríkjunum. Og 40% af innflutningi Bandaríkj- anna frá Suður-Afríku er uranium, efnið í kjarnorkusprengjur. Fyrir það greiddu Bandaríkin 97 milljónir dollara, -— styrkur til amerísku auðfélaganna, sem ráða uranium-iðnaði Suður-Afríku. Þannig endurtekur nú sagan sig. Eins og auðhringir Englands, Frakklands og Bandaríkjanna sluddu Hitler-fasismann þýzka fyrir 30 árum, svo styðja nú auðhringir Bandaríkjanna og þessara stór- velda fasistastjórn Verwoerds í Suður-Afríku.

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.