Réttur


Réttur - 01.07.1966, Side 31

Réttur - 01.07.1966, Side 31
Réttur 231 Eftir níu mánaða réttarhöld 1965 var þessi fjöldamorðingi dæmd- ur í fimm ára fangelsi. En réttlætið í Bonn lét ekki á sér standa — dómurinn var talinn afplánaður með fangelsisverunni og jafngilti það sýknun. Um leið og hann kom úr fangaklefanum var þessum virðulega borgara af veglyndi veitt ríkislán til reksturs efnagerðar- fyrirtækis í Korbach. Brúna bókin bregður upp ólíkri mynd frá Þýzka alþýðulýðveld- inu. Þar borga stríðsglæpirnir sig ekki né greiða götu í virðingar- stöður. Þótt íbúatala lýðveldisins sé tæplega þriðjungur þess sem er í Þýzka sambandslýðveldinu voru samt 16572 ákærðir þar fyrir stríðsglæpi frá því í maí 1945 og þar til í desember 1964. Frá sama tíma og fram í janúar 1964 var tala þeirra í Vesturþýzkalandi 12457. Af 12807 stríðsglæpamönnum sem dæmdir voru í alþýðulýðveld- inu hlutu 118 dauðadóma, 231 ævilangt fangelsi og 5088 þriggja ára fangelsi og lengra. Af 5234 sem voru fundnir sekir um stríðsglæpi í Vesturþýzka- landi fram í marz 1965 hlutu aðeins 9 fjöldamorðingjar dauðadóm og 71 ævilangt fangelsi. Hvers vegna þessi linkind? Hvers vegna er sakfelling um stríðs- glæpi beztu meðmælin til æðstu metorða í Vesturþýzkalandi? Það sannast hér að saman níðingar skríða. Það er varla við því að búast að stríðsglæpamennirnir afneiti hverjir öðrum. Brúna bókin sýnir með óyggjandi heimildum að stríðsglæpamenn eru í æðstu embættum Vesturþýzkalands og framkvæmdastöðum í her, lögreglu, dómsmálum o. s. frv. Annað ræður þó e. t. v. meiru. Það eru sömu hóparnir sem hafa áfram völdin í iðnaði og fjármálalífinu og þeir er lyftu Hitler úr áhr.ifaleysi í kanslara ríkisins og undirbjuggu síðari heimsstyrjöld- ina. Nú dreymir þá um hefnd fyrir ófarirnar. Um leið og þeir gæla við glæpamennina banna þeir kommúnistaflokkinn, ofsækja lýðræð- issinna og hafa í undirbúningi undantekningarlöggjöf til að þagga n.iður sérhverja andstöðu heimafyrir gegn endurnýjaðri ágengni útávið. Brúna bókin er traust heimildasafn um hefndar- og stríðsstefnu Bonnstjórnarinnar og ótrautt framlag fyrrverandi samverkamanna Hitlers í þá átt. Hún vekur athygli almennings á þeim hættumerkj- um sem berast frá Bonn — paradís helztu stríðsglæpamannanna er þrá það mest að geta höndlað kjarnorkusprengjuna svo að „í þriðja skiptið heppnist það“ (ERÁ þýddi).

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.