Réttur


Réttur - 01.07.1966, Blaðsíða 11

Réttur - 01.07.1966, Blaðsíða 11
RÉTTUR 211 hann margar aðrar, sem að lokum settu hann á sakborningabekk og nú í œvilangt fangelsi. Ilann æskti ekki þess píslarvættis. Hann reyndi að flýja það. Þetta verður aðeins til þess að enn meiri ljóma stafar af hugrekki hans. Eins og í Þýzkalandi nazismans mun meirihlutinn alltaf finna sér ástæður til að rísa ekki upp gegn óréttlætinu. Þeir sem búa við öryggi i siðmenntuðu landi og aldrei liafa þurft að tefla fjölskyldu sinni, lífsstarfi og ef til vill lífi sínu í hættu fyrir málstað, sem ekki nýtur hylli í þjóðfélaginu, þeir geta aldrei sezt í dómarasæti yfir hinum venjulegu, leiðinlegu, sérgóðu hvítu íbúum Suður-Afríku. En þeir neyðast til að dást að þeim fáu — og Fischer er eitt- hvert ágætasta dæmi um slíka menn — sem eru fúsir til að hætta öllu til í þágu þess sem þeim finnst rétt.“ II. „Vér kommúnistar, vér Afríkumenn“ — Útdráttur úr varnarræðu Fischers 28. marz 1966 — Fischer sagði í upphafi, að þegar maður væri fyrir rétti ákærður fyrir pólitískar skoðanir, væri um tvær leiðir að velja. I fyrsta lagi að játa yfirsjónir sínar og beiðast griða, en í öðru lagi að reyna að verja skoðanir sínar og gerðir. Sjálfan sig taldi hann aðeins 'hafa um eina leið að velja, þ. e. þá síðari. Hann hefði því ekki vilj- að kannast við sekt sína frammi fyrir þeim bókstöfum laganna, sem hann hefði verið ákærður fyrir að hafa brotið. Ef hann bæðist fyrirgefningar myndi hann svíkja málstað sinn og hann var þess enn fullviss, að hann hefði gert rétt. Fischer sagði, að hann viðurkenndi þá skoðun, að þjóðfélag þyrfti lög, sem þegnarnir virtu, öðru máli gegndi um siðlausan laga- bókstaf, sem settur væri í því skyni að kúga meirihluta þjóðarinn- ar. Þau lög, sem hann hefði brotið, hefðu verið sett af algjörlega umboðslausri stofnun og í því skyni að svipta meirihluta þjóðar- innar rétti til hamingju og frelsis og að hindra meirihlutann í því að njóta þess auðs, sem hann skapaði. Þ. e. meirihlutinn væri svipt- ur réttindum til að lifa við mannsæmandi kjör. Hafandi þetta í huga gæti hann ekki játað sekt, og það kynni að vera að framtíðin kvæð.i upp þann dóm, að skoðanir hans hefðu verið réttar. Hann sagði, að stjórnmál væri aðeins hægt að skilja til fullnustu án of- beldis og borgarastyrjaldar og aðeins í ljósi marxismans. Höfuð- ástæðuna til þess að hann væri félagi í kommúnistaflokknum, kvað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.