Réttur


Réttur - 01.07.1966, Síða 11

Réttur - 01.07.1966, Síða 11
RÉTTUR 211 hann margar aðrar, sem að lokum settu hann á sakborningabekk og nú í œvilangt fangelsi. Ilann æskti ekki þess píslarvættis. Hann reyndi að flýja það. Þetta verður aðeins til þess að enn meiri ljóma stafar af hugrekki hans. Eins og í Þýzkalandi nazismans mun meirihlutinn alltaf finna sér ástæður til að rísa ekki upp gegn óréttlætinu. Þeir sem búa við öryggi i siðmenntuðu landi og aldrei liafa þurft að tefla fjölskyldu sinni, lífsstarfi og ef til vill lífi sínu í hættu fyrir málstað, sem ekki nýtur hylli í þjóðfélaginu, þeir geta aldrei sezt í dómarasæti yfir hinum venjulegu, leiðinlegu, sérgóðu hvítu íbúum Suður-Afríku. En þeir neyðast til að dást að þeim fáu — og Fischer er eitt- hvert ágætasta dæmi um slíka menn — sem eru fúsir til að hætta öllu til í þágu þess sem þeim finnst rétt.“ II. „Vér kommúnistar, vér Afríkumenn“ — Útdráttur úr varnarræðu Fischers 28. marz 1966 — Fischer sagði í upphafi, að þegar maður væri fyrir rétti ákærður fyrir pólitískar skoðanir, væri um tvær leiðir að velja. I fyrsta lagi að játa yfirsjónir sínar og beiðast griða, en í öðru lagi að reyna að verja skoðanir sínar og gerðir. Sjálfan sig taldi hann aðeins 'hafa um eina leið að velja, þ. e. þá síðari. Hann hefði því ekki vilj- að kannast við sekt sína frammi fyrir þeim bókstöfum laganna, sem hann hefði verið ákærður fyrir að hafa brotið. Ef hann bæðist fyrirgefningar myndi hann svíkja málstað sinn og hann var þess enn fullviss, að hann hefði gert rétt. Fischer sagði, að hann viðurkenndi þá skoðun, að þjóðfélag þyrfti lög, sem þegnarnir virtu, öðru máli gegndi um siðlausan laga- bókstaf, sem settur væri í því skyni að kúga meirihluta þjóðarinn- ar. Þau lög, sem hann hefði brotið, hefðu verið sett af algjörlega umboðslausri stofnun og í því skyni að svipta meirihluta þjóðar- innar rétti til hamingju og frelsis og að hindra meirihlutann í því að njóta þess auðs, sem hann skapaði. Þ. e. meirihlutinn væri svipt- ur réttindum til að lifa við mannsæmandi kjör. Hafandi þetta í huga gæti hann ekki játað sekt, og það kynni að vera að framtíðin kvæð.i upp þann dóm, að skoðanir hans hefðu verið réttar. Hann sagði, að stjórnmál væri aðeins hægt að skilja til fullnustu án of- beldis og borgarastyrjaldar og aðeins í ljósi marxismans. Höfuð- ástæðuna til þess að hann væri félagi í kommúnistaflokknum, kvað

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.