Réttur


Réttur - 01.07.1966, Síða 34

Réttur - 01.07.1966, Síða 34
234 RÉTTUR svik að skerast úr leik. Gísli hefur synt knálega gegn fetraumnum, þegar mest hefur á móti blásið og orðið fyrir mörgum vonbrigðum. Enda þótt hann sé óvenjulega skapríkur maður, hefur hann ekki látið það á sig fá. Hvað hefur gefið honum slíkan styrk? Sú stað- reynd, að hann er einn þeirra manna, sem hugsa ekki í árum, heldur eldum. Þessvegna skilur hann allra manna bezt gildi „smámunanna“ fyrir hið stóra. Gísli er allra manna fjölhæfastur, en framar öllu hneigist hugur hans að skáldskap og tónlist. Hann er hámenntaður maður á sviði bókmennta og hljómlistar. Hann er ágætt Ijóðskáld og hefur ort ljóð, sem ég tel að íslenzkum bókmenntum sé mikill skaði að, að ekki hafa komizt á prent sakir hlédrægni hans. Leikrit eftir hann hefur verið flutt í útvarp, en ekki prentað. En fyrst og fremst er hann mikill hugsuður. Honum mundi aldrei detta í hug að stinga niður penna nema vegna þess, að hann hefur boðskap að flytja. List hans þjónar tilgangi og einmitt þessvegna gnæfir hún svo hátt yfir þá lágkúrulegu tízkulist, sem hefur gert tilgangsleysið að kjörorði sínu. í síðasta hefti Tímarits máls og menningar er löng smásaga eftir hann, sem hann nefnir „Kalt stríð“. Eg vil nota tækifærið til þess að vekja athygli manna á þessu listaverki, því fátt af því, sem ritað hefur verið nú um skeið, á brýnna erindi til okkar kynslóðar en þessi saga. í sögu þessari er sagt frá útifundi til að mótmæla inngöngu ís- lands í Velferðarbandalagið. Þegar söguhetjan hóf ræðu sína, fékk hann moldarköggul í andlitið og mælti á þessa leið: „Mér er send mold framan í mig úr óvita hendi,“ sagði hann hóg- lega. „Ég kippi mér ekki upp við það. Ég hverf hvort eð er fljót- lega aftur til þeirrar moldar, sem ég er sprottinn úr. En engan öfunda ég af því að leggjast til hinztu hvíldar í þá mold, sem hann hefur svikið.“ Gísli er mikill ástvinur íslenzkrar moldar. Hann þarf engu að kvíða, á hinzta áfangastað þessa lífs mun hann fá hlýlegar viðtökur, sem góðum syni hæfir. En nú hugsa ég gott til langrar og giftu- drjúgrar vegferðar í samfylgd með honum meðan dagur endist, og enn er sól hátt á lofti. Vonin um margar samstarfs og samveru- stundir með afmælisbarninu er eins og sólskinsblettir á veginum framundan. 24. marz 1966. fírynjólfur Bjarnason.

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.