Réttur


Réttur - 01.07.1966, Page 17

Réttur - 01.07.1966, Page 17
J . WEILAND : Hryðjuverk afturhaldsins í Indónesíu Morð og ógnarstjórn hefur tröllriðið Indónesíu undanfarna mán- uði. Núverandi afturhaldsstjórn hefur fangelsað og látið drepa meir en hundrað þúsund kommúnista og ættjarðarvini, framámenn í samtökum verkamanna, bænda, æskulýðs, stúdenta og kvenna, úr friðarhreyfingunni, samúðarsamtökum með þjóðum Afríku og vin- átlufélögum við önnur lönd, blaðamenn og listamenn. Samsærið beinist gegn 'byltingunni í Indónesíu, og þar af leið- andi fyrst og fremst gegn kommúnistaflokki landsins. Með ofbeldis- aðgerðum hafa kommúnistar verið reknir úr opinberum embættum, úr þjóðþinginu og öðrum stofnunum, og ofstækið hefur gengið svo langt að kveikt var í skrifstofubyggingum ílokksins, íbúðarhúsum forustumanna hans og bækur um sósíalisma brenndar — yfirleitt allir ofsóttir sem grunaðir voru um samneyti við kommúnista. Lög og réttur er fótum troðinn, dauðadómar eru kveðnir upp eftir fölsk- um ákærum af ólöglegum herdómstóli. Eitt átakanlegasta dæmið um lögleysið voru „réttarhöldin“ yfir félaga Njono úr framkvæmda- nefnd kommúnistaflokksins. 12. marz 1966 — daginn eftir valdatökuna — fyrirskipaði Suharto hershöfðingi að kommúnistaflokkurinn skyldi bannaður og öll bylt- ingarsinnuð félagssamtök — eða eins og hann orðaði það: „er aðhyllast sömu grundvallarskoðanir og eru undir vernd hans og leiðsögu.“ — í raun og veru var stjórnarbylting skipulögð löngu fyrir september 1965 af hægrisinnuðum hershöfðingjum undir for- ustu Abdul Haris Nasution. Hryðjuverk afturhaldsins í Indónesíu ldjóta að vekja harm og mótmæli jafnt kommúnista sem annarra frelsisunnandi manna um allan heim. Hermdarverkin sem hafa tröllriðið Indónesíu undan- farið, með stuðning.i bandarísku leyniþjónustunnar, eru í hrópandi

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.