Réttur


Réttur - 01.07.1966, Blaðsíða 14

Réttur - 01.07.1966, Blaðsíða 14
214 RÉTTUR Fischer sagði, að „vér Afríkumenn“ og „vér kommúnistar“ hörmuðum þá staðreynd, að dagblöð stjórnarinnar lýstu blökku- mönnum ætíð sem hlekk milli apanna og ánauðugra manna. Af- ríkumenn ættu að mótmæla opinberlega slíku misrétti, því þess háttar, sem kæmi fram á degi hverjum, væri á hraðri leið með að hindra alla möguleika á samvinnu hvítra og þeldökkra í framtíð.inni. Fischer sagðist hafa hrotið þau loforð, sem hann gaf dómstólun- um til að svíkja ekki þá, sem væru ofurliði bornir af aðskilnaðar- stefnunni. Hann kvaðst hafa verið formaður um árabil, tekið þátt í fundarhöldum flokksins. Hann benti á, að fundir hefðu oft verið sóttir af óflokksbundnum aðilum. Hinn vopnaði armur Congressflokksins hefði verið myndaður vegna andstyggilegra bragða gagnvart friðsamlegum aðgerðum þeldökkra og hann kvaðst ekki hafa verið mótfallinn stofnun arms- ins í júlí 1961. Armur þessi („Spjót þjóðarinnar“) hefði átt að beina kröftum sínum að sérstökum verkefnum án blóðsúthellinga, en „Spjót þjóð- arinnar“ hefði einnig átt að beina athygli þjóðarinnar að rang- læti jafnframt því, sem almennri stjórnmálastarfsemi hefð.i verið haldið áfram. Þess hefði ver.ið vænzt, að þessari hliðarhreyfingu tækist að ná því markmiði að trufla sem mest aðgerðir ríkisstjórn- arinnar. Fischer sagðist ekki hafa átt beinan þátt í stofnun þessarar hlið- arhreyfingar, og hann hefði aldrei verið meðlimur. „Spjót þjóð- ar.innar" hefði hvorki tekið við fyrirmælum frá Kommúnistaflokkn- um né gert flokknum grein fyrir starfsemi sinni. Hreyfingin hefði þannig staðið algerlega á eigin fótum. Abram Fischer kvaðst hafa notað dulnefni til að leynast, en hefði ekki ætlað sér með því að svíkja einn né neinn. Okuskírteini og persónuskilríki „Douglas Black“, sem dulnefnið hefði verið, hefðu verið notuð í sama tilgangi. Hann minntist þessu næst á þau ákvæði laga S.-Afríku, sem fælu í sér heimild til að dæma menn í 90 eða 180 daga fangelsi án und- angengins dóms. Hann kvað auðvelt að sannreyna hvernig slík fangelsisvist væri, ef maður lokaði sig inni í loftillu og húsgagna- lausu herbergi í 3—6 mánuði og væri hleypt út hálftíma á sólarhring til að ganga um undir ströngu eftirliti í lokuðum garði. Einangrun í fangelsisklefa ein út af fyrir sig væri skuggaleg og ómannúðleg og hefði Ieitt til þriggja sjálfsmorða, svo kunnugt væri um og tveggja tilrauna,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.