Réttur


Réttur - 01.07.1966, Side 10

Réttur - 01.07.1966, Side 10
210 RÉTTUR burt úr fasistaríkinu ef hann hefði v.iljað. En hann kaus líf ofsótta útlagans í miðri stórborginni: baráttuna gegn því „óþolandi valda- kerfi þjóðflokkskúgunarinnar", sem ef því verður ekki gerbreytt fljótlega leiðir til „ægilegs blóðbaðs og borgarastyrjaldar“, — eins og hann sjálfur komst að orði í yfirlýsingu, er hann gaf eftir fang- elsun sína. 1 10 mánuði tókst honum að starfa á laun sem leiðtogi í frelsis- baráttunni, hundeltur af njósnurum og lögreglu fasistastjórnar- innar. 2. febrúar 1966 var hann tekinn höndum í Jóhannesborg og síðan leiddur fyrir rétt. Það varð hann, sem varð ákærandinn fyrir þeim rétti. Maðurinn, sem hafði varið aðra svo framúrskarandi vel, gerð- ist nú hinn raunverulegi ákærandi fasistastjórnarinnar. Vafalaust hefði hún kosið að dæma hann til dauða, en vegna mótmæla úr víðri veröld var það ekki gert. í mai 1966 var Abram Fischer dæmdur til ævilangrar fangelsis- vistar. Hann tók dómnum með sama hetjuskapnum og hann sýndi í allri baráttunni, brosti og gerði merki frelsissinna með hönd sinni. Tvö börn hans voru viðstödd í réttarsalnum, er dómurinn var kveðinn upp. Abram Fischer er orðinn tákn baráttunnar fyrir jafnrétti og bræðralagi í Suður-Afríku, — hann er samvizka hinnar hvítu Suður- Afríku. Borgarablöð í lýðræðislöndum hafa ekki getað látið vera að dást að þessari hetju (nema auðvitað minnist Morgunblaðið ekki á slíkan forystumann í baráttu fyrir lýðræði, — það blað dáir fasism- ann enn eins og það dáð.i Hitler og Göring forðum). Eitt fremsta borgarablað Englands, The Guardian, skrifaði í rit- stjórnargrein um Abram Fischer nú eftir að dómurinn féll: „Dómurinn yfir Abram Fischer er atburður, sem ætti að neyða alla fræði- lega og trygga gagnrýnendur réttlætisins til að spyrja sjálfa sig nokkurra spurninga. Hve margir liefðu sýnt af sér ])vílíkt hugrekki jafnframt því sem þeir æsktu ekki eftir þeim heiðri, sem því er tengdur? Bæði að uppruna, tungu- máli, uppeldi og menntun var Abram Fischer húinn undir nytsamt starf án þess að láta pólitíska ókyrrð trufla sig í landi, sem lætur sér fátt um finnast þá, sem mótmæla. Fyrstu pólitísku tilhneigingar hans gerðu hann að félaga i Búasamtökunum Afrikaner Broederbund. í stað þess kaus hann að gerast kommúnisti, því hann áleit að kommúnistarnir einir væru reiðubúnir að færa þá fórn sem Suður-Afríka krefst. Eftir að þessi ákvörðun var tekin, tók

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.