Réttur


Réttur - 01.07.1966, Page 26

Réttur - 01.07.1966, Page 26
226 RÉTTUR stóð aðeins skamma stund, en nógu lengi til þess að drengurinn kaf- roðnaði. Hvað ætlaði hann að fara að derra sig framan í kaupmann- inn? í nokkrum stamandi setningum reyndu bræðurnir að gera kaupmanninum, sem nú var aftur orðinn hýrari á svipinn, grein fyrir erindinu. „Nú, já, þetta er líklega rétt,“ sagði loks kaupmaðurinn og hugs- aði sig um. Svo Ijómaði andlit hans á ný. „Já, þetta er alveg rétt, nú man ég þetta. Það er sjálfsagt að borga það, — alveg sjálfsagt. Og þú hefur náttúrlega ætlað að fá eitthvað til jólanna. Látum okkur nú sjá!“ Hann leit snöggvast yfir búðarhillurnar. Haraldur tókst allur á loft og hann var alveg að því kominn að nefna könnuna góðu. En þá beygði kaupmaðurinn sig niður og tók fjögur kerli upp úr stokk og hóf þau á lofl. „Jólakerti, jólaljós! 011 börn vilja fá kerti á jólunum!“ sagði hann með sigurhreim í röddinni og lagði kertin á borðið fyrir framan drengina eins og hann væri að afhenda fáséða gersemi. Haraldi fannst jörðin gliðna undir fótum sér og að hann væri að sökkva í auðn og myrkur. „Á — á ég ekki að fá meira?“ stundi hann veikri og brestandi röddu. „Meira?“ endurtók kaupmaðurinn og brúnirnar sigu á ný. „Hann langar svo til að fá könnuna, sem stendur í glugganum,“ flýtti Steinn sér að segja. Hann sá að málið var að tapast. „Hún er nú nokkuð dýr,“ sagði kaupmaðurinn drýg.indalega. Svo var eins og honum dytti snjallræði í hug. Hann tók kramarhús og lét í það lúku af brjóstsykri, braut það saman með sama sigur- brosinu og áður og fékk Haraldi. „Þetta skaltu geyma til jólanna og svo bið ég að heilsa honum pabba þínum,“ sagði hann og klappaði á kollinn á drengnum. Þessi viðbót við kertin og hin umfaðmandi vinseind kaupmanns- ins og kumpánleg snerting kom drengnum alveg á óvart. Hann fann nú að jörðin var aftur komin ó sinn stað og bros kaup- mannsins stafaði birtu og yl í hug hans. Hann rétti honum hendina og sagði lágt: „Eg þakka þér fyrir.“ Að svo búnu þreif hann í handlegg bróður síns og þeir flýtlu sér út úr búðinni. Þegar þeir komu út fyrir dyrnar varð Haraldi litið upp í glugg- ann. Þar var allt eins og áður. En hann var ekki eins og áður og það þyrmdi yfir hann er honum varð að fullu ljóst, hvað gerzt hafði

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.