Réttur


Réttur - 01.07.1966, Side 46

Réttur - 01.07.1966, Side 46
246 RÉTTUR spillir það og manninum siðjerðilega með því að rýra manngildi hans og orka á hann til að meta allt til peninga, — gerir hann a.nd- lega ósjálfstœðan með áróðursmætti auglýsinga sinna og elur á meting um eign áberandi hluta, er aðeins þjóna sýndarmennsku ( sbr. bílaárgerð og önnur tákn um stöðu hátt í mannfélagsstigan- um) — og fjarlœgir hann samfelögum sínum, skapa þá einmana- kennd og kulda, þá „firringu“* * innan samfélags mannanna, sem nú er eitt aðaláhyggjuefni félagsfræðinga. Hin sósíalistíska verkalýðshreyfing hefur verið sterkasta sið- gæðisaflið til að vinna á móti þeirri andlegu upplausn, sem auð- valdið skapar í mannlegu samfélagi.* Það verður nú hið erfiða viðfangsefni sósíalismans sem hreyfingar að skapa þær stofnanir innan auðvaldsskipulagsins, sem verði alþýðunni andleg vígi í bar- áttu fyrir listríku, fögru lífi samhliða því að reyna að halda sjálf- um verkalýðssamtökunum sem höfuðvígi í menningarlegri sókn og láta þeim eigi hnigna þannig að þau verði einvörðungu samninga- stofnanir um fjárhagsleg verðmæti. Ný og heillandi starfssvið opn- ast þannig alþýðunni, jafnhliða því sem hún styttir vinnudag sinn. Félags- og menningarhallir þurfa að rísa, er verði og miðstöðvar leiksýninga, hljómlistar, kvikmynda og annarar listrænnar tján- ingar í samræmi við manngildishugsjónir alþýðu. Þeir listrænu hæfileikar, sem nú fara forgörðum hjá svo mörgum alþýðumanni og -konu, þurfa að öðlast tækifæri til þroska við þau skilyrði, er menningarstöðvarnar skapa. Og með slíku starfi hækkar hið and- lega stig fólksins, en aðstaða skapast til að vinna gegn þeirri hé- gómadýrkun og peningamati, sem nú er á góðum vegi með að gagnsýra stóran hluta þjóðar vorrar. * Sbr. hina ágætu grein Lofts Guttormssonar í 4. hefti síðasta árgangs Réttar, bls. 282: „Firring mannsins í þjóðfélagi nútímans." * Einmitt í hörðustu stéttabaráttunni koma þessar andstæður bezt fram. Eg lýsti þeim svo eftir verkfallið rnikla í útvarpsræðu 9. maí 1955: „An þeirrar samhjálpar hinna fátæku, án þess bræðralagsanda hinna vinnandi slétta, sem í sex vikna verkfalli sigraði ískalda viðurstyggð peningavaldsins, er ekkert gróandi þjóðlíf framundan, aðeins andleg eyðimörk auðvaldsins. An þess siðgæðismáttar, sem gerði alla íslenzka alþýðu eina þjóðarsál í ný- afstöðnum átökum, án þess máttuga valds, sem 27 þús. meðlimir Alþýðusam- hands Islands eru, án þess stórhugs og þeirra framtíðarhugsjóna, sem Sósíal- istaflokkurinn mótar sögti þjóðarinnar með á úrslitastundum hennar, án verkalýðshreyfingarinnar — verður ríkisstjórn á tslandi þegar bezt lætur hrossamarkaður, þegar verr lætur ræningjahæli og þegar dýpst er sokkið, leppstjórn erlends hervalds á Fróni.“

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.