Réttur - 01.07.1966, Blaðsíða 39
A. FARHADI :
Ofsóknir gegn föðurlandsvinum
r
í Iran
Fyrir rúmum átján mánuSum voru handteknir átta menn úr
Judeh flokknum (AlþýSuflokknum) í Iran, flestir þeirra verka-
menn. Síðan hafa þeir setið í fangelsi og verið pyndaðir — hin al-
gengu örlög pólitískra fanga í Iran. Afbrot þeirra er félagsaðild að
hinum bannaða Tudeh flokki.
Samkvæmt stjórnarskrá Irans er þar tryggt málfrelsi, ritfrelsi,
fundafrelsi og samtakafrelsi. Auk þess hefur ríkisþingið samþykkt
Mannréttindayfirlýsinguna. En sá frelsisréttur sem er yfirlýstur í
stjórnarskránni hefur verið fótum troðinn. Það er bannað að stofna
stjórnmálaflokk, að gefa út lýðræöissinnuð blöð eða tímarit og
ósjaldan beitir lögreglan skotvopnum gegn kröfugöngum og fjölda-
íundum.
Þegar ríkisstjórn dr. Mossadeghs féll í ágúst 1953 og einræöis-
stjórn hersins komst til valda með aðstoð bandarískra og brezkra
heimsvaldasinna færðust ofsóknir gegn Tudeh flokknum í aukana
og síðan hafa þær orðið daglegur viðburður. Stundum lætur ríkis-
stjórnin aftökur pólitískra fanga fara fram með leynd af ótta við
teiði almennings og fréttablöðin segja aðeins að dómar hafi verið
kveðnir upp yfir ónafngreindum mönnum og framkvæmdir.
Nýver.ið tók herdómstóll fyrir mál 14 manna. Tveir þeirra höfðu
tvisvar áður veriö dæmdir til dauða, en almenningsálitið bæði heima
og erlendis neyddi shahinn til að ógilda dauðadómana. Arið 1950
dæmdi herdómstóll hóp manna úr Tudeh flokknum að þeim fjar-
verandi, átta hlutu dauðadóm. Snemma á þessu ár.i var annar hópur
dæmdur, einnig fjarverandi. Þá voru tólf dæmdir til dauða án
minnstu lagalegra röksemda. Nýlega fóru fram réttarhöld yfir 55
rnönnum úr flokki sem kallar sig „Þjóð íslams“, flestir háskóla-
L