Réttur


Réttur - 01.07.1966, Blaðsíða 30

Réttur - 01.07.1966, Blaðsíða 30
230 RÉTTUR Önnur einkunnargjöfin er stutt og einföld: „Hermann Abs var dæmdur fjarverandi í fimmtán ára þrælkunarvinnu.“ Sú þriðja sem Brúna bókin birtir er úr nútímanum: Abs er stjórn- arformaður í Deutsche Bank, formaður framkvæmdastjórnar í arfa- fyr.irtæki IG—Farben: Badische Anilin- und Soda Fabrik AG, vara- formaður í framkvæmdaráði Lánsfjárbankans til endurreisnar Þýzkalands, formaður í stjórnum meir en fjörutíu fyrirtækja. Framaferill Abs frá stríðsglæpamanni í „ókrýndan fjármálaráð- herra í Bonn“ er klassískt dæmi um það að kjörorðið „stríð borgar sig ekki“ hefur verið látið fyrir róða pólitískra hagsmuna aftur- haldsins. Bókin Keisarinn jer — generálarnir blíja vakti mikla athygli eftir fyrri heimsstyrjöldina. Nú getum vér sagt með sanni: Hitler er genginn en hershöfðingjar hans sitja áfram í góðu gengi á meðal vor. Af hundrað hershöfðingjum og flotafor.ingjum — stríðsglæpa- mönnum frá Niirnberg — sem Brúna bókin telur upp skulum vér nefna einn, Trettner lautinantgenerál. Trettner kemur fyrst við sögu 1937 í borgarastríðinu á Spáni. Hann stjórnaði þá flugsveitinni er gerði loftárásirnar á Guernica — sem innblésu Picasso að festa á léreft ódauðlega ákæru gegn villi- mennsku nazista. Blóðferill Trettners liggur frá Guernica til loft- árásanna á Rotterdam 1940. Nú er Trettner yfirhershöfðingi Bundeswehr og efalítið þyrstir hann í hefnd fyrir ófarirnar við Stalíngrad. Bæði hann og samverka- menn hans í herstjórninni þrá það að mega taka í gikkinn á kjarn- orkusprengjunni. Hermann Krumey, núverandi eigandi efnagerðarfyrirtækis í Kor- bach í Hesse, er eitt ógeðslegt eintak af stríðsglæpamanni, ef svo má segja. Hann var SS Obersturmbannfuhrer á aðal öryggismálaskrif- stofu þriðja ríkisins, hafði yfirumsjón með tortímingu 12 þúsund gvðinga í Lodz héraði í Póllandi. Sumar.ið 1942 voru áttatíu og átta tékknesk börn flutt frá Lidice til Lodz eftir fjöldamorðin á foreldr- um þeirra. Krumey sendi þau í fangabúðir þar sem þau voru öll royrt. Á styrjaldarárunum kom hann fram með þá hugmynd í Ung- verjalandi er fékk nafngiftina „líf fyrir ökutæki“. Hann lagði til að skipt væri á einni milljón gyðinga og tíu þúsund vélknúnum öku- tækjum. Hann var náinn samverkamaður hins alræmda Eichmanns og skipulagði flutninga á meir en 400 þúsund körlum, konum og börnum til útrýmingarfangabúðanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.