Réttur


Réttur - 01.07.1966, Síða 30

Réttur - 01.07.1966, Síða 30
230 RÉTTUR Önnur einkunnargjöfin er stutt og einföld: „Hermann Abs var dæmdur fjarverandi í fimmtán ára þrælkunarvinnu.“ Sú þriðja sem Brúna bókin birtir er úr nútímanum: Abs er stjórn- arformaður í Deutsche Bank, formaður framkvæmdastjórnar í arfa- fyr.irtæki IG—Farben: Badische Anilin- und Soda Fabrik AG, vara- formaður í framkvæmdaráði Lánsfjárbankans til endurreisnar Þýzkalands, formaður í stjórnum meir en fjörutíu fyrirtækja. Framaferill Abs frá stríðsglæpamanni í „ókrýndan fjármálaráð- herra í Bonn“ er klassískt dæmi um það að kjörorðið „stríð borgar sig ekki“ hefur verið látið fyrir róða pólitískra hagsmuna aftur- haldsins. Bókin Keisarinn jer — generálarnir blíja vakti mikla athygli eftir fyrri heimsstyrjöldina. Nú getum vér sagt með sanni: Hitler er genginn en hershöfðingjar hans sitja áfram í góðu gengi á meðal vor. Af hundrað hershöfðingjum og flotafor.ingjum — stríðsglæpa- mönnum frá Niirnberg — sem Brúna bókin telur upp skulum vér nefna einn, Trettner lautinantgenerál. Trettner kemur fyrst við sögu 1937 í borgarastríðinu á Spáni. Hann stjórnaði þá flugsveitinni er gerði loftárásirnar á Guernica — sem innblésu Picasso að festa á léreft ódauðlega ákæru gegn villi- mennsku nazista. Blóðferill Trettners liggur frá Guernica til loft- árásanna á Rotterdam 1940. Nú er Trettner yfirhershöfðingi Bundeswehr og efalítið þyrstir hann í hefnd fyrir ófarirnar við Stalíngrad. Bæði hann og samverka- menn hans í herstjórninni þrá það að mega taka í gikkinn á kjarn- orkusprengjunni. Hermann Krumey, núverandi eigandi efnagerðarfyrirtækis í Kor- bach í Hesse, er eitt ógeðslegt eintak af stríðsglæpamanni, ef svo má segja. Hann var SS Obersturmbannfuhrer á aðal öryggismálaskrif- stofu þriðja ríkisins, hafði yfirumsjón með tortímingu 12 þúsund gvðinga í Lodz héraði í Póllandi. Sumar.ið 1942 voru áttatíu og átta tékknesk börn flutt frá Lidice til Lodz eftir fjöldamorðin á foreldr- um þeirra. Krumey sendi þau í fangabúðir þar sem þau voru öll royrt. Á styrjaldarárunum kom hann fram með þá hugmynd í Ung- verjalandi er fékk nafngiftina „líf fyrir ökutæki“. Hann lagði til að skipt væri á einni milljón gyðinga og tíu þúsund vélknúnum öku- tækjum. Hann var náinn samverkamaður hins alræmda Eichmanns og skipulagði flutninga á meir en 400 þúsund körlum, konum og börnum til útrýmingarfangabúðanna.

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.