Réttur


Réttur - 01.07.1966, Blaðsíða 8

Réttur - 01.07.1966, Blaðsíða 8
208 RÉTTUR Þegar liann kom lieim, útskrifaður lögfræðingur og gekk í málflytj- endafélag Jóhannesarborgar, lá veröldin og frami hennar fyrir fót- um þessa bráðgáfaða ættstóra manns. Hann giftist Molly Kriege, systurdóttur konu Smuts hershöfðingja, sem var einn kunnasti hers- höfðingi Búa í stríðinu 1899—1902, og ráðherra í Suður-Afríku frá því sambandið var myndað 1910 og síðan lengst af forsætisráð- herra og flokksforingi. Skarpskyggni Fischer og heiðarleiki gerði hann brátt að einum virtasta og eftirsóttasta lögfræðingi við dómstóla Suður-Afríku. Það bregður skæru Ijósi yfir hið svívirðilega þjóðfélagsástand, sem nú ríkir í Suður-Afríku nýnazismans, að einmitt þessi maður, — sem kost átti alls hins æðsta frama, ef lífshugsjón hans hefði verið að „komast áfram“, — skuli þann 11. nóvember 1965 hafa verið handtekinn af fasistiskri lögreglu Suður-Afríku, eftir 10 mán- aða skipulagðar mannveiðar, — dulklæddur, undir fölsku nafni og með andlitið umskapað og plast-lagt. Abram Fischer var meðlimur í Kommúnistaflokki Suður-Afríku, meðan sá flokkur var leyfður að lögum, — og eftir að hann var bannaður 1950, varð Fischer heimsfrægur fyrir hinar snjöllu varnir, þegar frelsishetj ur Afrikumanna voru leiddar fyrir rétt, ákærðar fyrir þau „landráð“ að 'berjast fyrir lýðræði og jafnrétti í landi sínu. Frægust af þessum málaferlum urðu þau, sem háð voru 1956 —61 gegn 156 foringjum, er börðust gegn „apartheid", og voru af öllum þjóðflokkum Suður-Afríku, — og síðan „Rivon,ia“-réttar- höldin gegn Nelson Mandela, Walter Sisulu og sjö öðrum frelsis- hetjum 1963—4, — og var þó Fischer verjandi í mörgum fleiri réttarhöldum og ætíð einkenndist málsvörn hans af sömu snilli og hugrekki. Fischer varð fyrsti forseti South African Congress of Democrats, þegar þau lýðræð.issamtök voru stofnuð 1954. Ætíð barðist hann ótrauður fyrir málslað lítilmagnans og hinna- ofsóttu, — þessi maður, sem átli öllu að tapa og ekkerl að vinna, hvað auð og völd snerti, með því að helga líf sitt og frábæra starfs- hæfileika þessari hugsjón réttlætisins. 1964. var Fischer tekinn fastur ásamt 13 öðrum forystumönnum í baráttunni fyr.ir lýðræði og jafnrétti. A meðan á þeim réttarhöldum stóð, fékk hann að vera frjáls gegn ca. hálfrar milljónar króna trygg- ingu. Hann fékk meira að segja að fara til Englands í október 1964 til að verja mál við dómstól þar út af viðskiptadeilumáli í Rhodesiu. Þegar málaferlin hófust aftur í janúar 1965, mætti Fischer fyrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.