Réttur


Réttur - 01.07.1966, Page 71

Réttur - 01.07.1966, Page 71
Réttur 271 nú berst svo djarflega gegn fasisma Verwoerds. Allir enskulesandi sósíal- istar ættu að kaupa það og greiða vel, — það er líka stuðningur við þá helgu haráttu fyrir frelsi, sem kommúnistar og aðrir frelsisunnandi menn og kon- ur Afríku, ekki sízt Suður-Afríku heyja. Hægt er að fá tímaritið frá: Ellis Bowles, 52 Palmerston Road, London S. W. 14, Englandi. Vafalaust má og fá það með aðstoð bókabúða svo sem Bókaverzlunar Máls og menn- ingar, Laugavegi 18, Reykjavík. World Marxist Review. — 6. hejti. ■—- Prag. Júní 1966. Þetta júníhefti tímarits kominún- istaflokka og fleiri verkalýðsflokka er að þessu sinni sérstaklega helgað 23. þingi Kommúnistaflokks Sovét- ríkjanna. Eru birtar allmargar grein- ar, þar sem ýmsir leiðtogar flokkanna meta þingið og gildi þess og leggja allir höfuðáherzlu á einingu flokk- anna. Ritstjórnargreinin heitir: Mikið framlag til baráttunnar fyrir einingu, friði og kommúnisma. Max Reimann, fyrsti ritari Komrn- únistaflokks Þýzkalands, ritar grein- ina: „t þágu allra friðarvina." Henry Winston, er kosinn var for- maður Konnnúnistaflokks Bandaríkj- anna á nýafstöðnu flokksþingi Itans, ritar greinina: „Eining — lirýnasta þörf yfirstandandi tíma.“ Victorio Codovilla, formaður Komm- únistaflokks Argentínu, ritar grein, er nefnist: „Kommúnistaflokkarnir og fjöldinn í byltingunni og í sköpun kommúnismans." Kostas Koliyannis, fyrsli ritari Kommúnistaflokks Crikklands, ritar greinina: „Alþýða Grikklands mun eyðileggja fyrirætlanir afturhaldsins.“ William Kashtan, aðalritari Komm- únistaflokks Kanada, ritar; „Nýtt skeið baráttunnar fyrir friði og sós- íalisma.“ Ezekias 1‘apaioannu, aðalritari Framfaraflokks alþýðunnar á Kýpur- ey, ritar greinina: „Lykillinn að frelsi, friði og gæfu manna.“ Arnoldo Martinez Verdugo, fyrsti ritari Kommúnistaflokks Mexico, rit- ar grein, er nefnist: „Horfurnar eru bjartari." José Santos, miðstjórnarmaður Kommúnistaflokks Brazilíu, ritar: „23 flokksþing Kommúnistaflokks Sovét- ríkjanna og áhrif fordæmisins." Edgar Woog, aðalritari Verkalýðs- flokksins í Sviss, ritar greinina: „Á- fangi á leið til kommúnismans.“ Pieter Keuneman, aðalritari Komm- únistaflokks Ceylon, ritar greinina: „f brjóstfylkingu byltingaraflanna.“ Ali Yata, aðalrilari Kommúnista- flokks Marocco, ritar greinina: „Byltingarreynsla Kommúnistaflokks Sovétríkjanna og nútíminn." Mohammed Harmel, ritari Kornni- únistaflokks Tnnis, ritar um „Hríf- andi afrek Sovétríkjanna." Santiago Carrillo, aðalritari spánska Kommúnistaflokksins, ritar greinina: „Tryggðin við kenningar Marx og Lenins." Þá koma ýmsar greinar um önnur efni: Zollan Komocsin, meðlimur í fram- kvæmdanefnd og ritari hins Sósíalist- íska Verkamannaflokks Ungverja- lands, rilar greinina: „Föðurlandsást, þjóðarhagsmunir og alþjóðahyggja." Stanislaw Tomaszewski, miðstjórn- armaður í sameinaða pólska Verka- mannaflokkmim, ritar greinina: „Það eru lög sósíalisnta að koma fram við hvern annan sem félagar." Gunther Kohlmey, austur-þýzkiir bagfræðingur, ritar um efnahagsmál- in í heiminum og alþjóðlega verka- skiptingu sósíalistísku landanna.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.