Réttur


Réttur - 01.07.1966, Blaðsíða 10

Réttur - 01.07.1966, Blaðsíða 10
210 RÉTTUR burt úr fasistaríkinu ef hann hefði v.iljað. En hann kaus líf ofsótta útlagans í miðri stórborginni: baráttuna gegn því „óþolandi valda- kerfi þjóðflokkskúgunarinnar", sem ef því verður ekki gerbreytt fljótlega leiðir til „ægilegs blóðbaðs og borgarastyrjaldar“, — eins og hann sjálfur komst að orði í yfirlýsingu, er hann gaf eftir fang- elsun sína. 1 10 mánuði tókst honum að starfa á laun sem leiðtogi í frelsis- baráttunni, hundeltur af njósnurum og lögreglu fasistastjórnar- innar. 2. febrúar 1966 var hann tekinn höndum í Jóhannesborg og síðan leiddur fyrir rétt. Það varð hann, sem varð ákærandinn fyrir þeim rétti. Maðurinn, sem hafði varið aðra svo framúrskarandi vel, gerð- ist nú hinn raunverulegi ákærandi fasistastjórnarinnar. Vafalaust hefði hún kosið að dæma hann til dauða, en vegna mótmæla úr víðri veröld var það ekki gert. í mai 1966 var Abram Fischer dæmdur til ævilangrar fangelsis- vistar. Hann tók dómnum með sama hetjuskapnum og hann sýndi í allri baráttunni, brosti og gerði merki frelsissinna með hönd sinni. Tvö börn hans voru viðstödd í réttarsalnum, er dómurinn var kveðinn upp. Abram Fischer er orðinn tákn baráttunnar fyrir jafnrétti og bræðralagi í Suður-Afríku, — hann er samvizka hinnar hvítu Suður- Afríku. Borgarablöð í lýðræðislöndum hafa ekki getað látið vera að dást að þessari hetju (nema auðvitað minnist Morgunblaðið ekki á slíkan forystumann í baráttu fyrir lýðræði, — það blað dáir fasism- ann enn eins og það dáð.i Hitler og Göring forðum). Eitt fremsta borgarablað Englands, The Guardian, skrifaði í rit- stjórnargrein um Abram Fischer nú eftir að dómurinn féll: „Dómurinn yfir Abram Fischer er atburður, sem ætti að neyða alla fræði- lega og trygga gagnrýnendur réttlætisins til að spyrja sjálfa sig nokkurra spurninga. Hve margir liefðu sýnt af sér ])vílíkt hugrekki jafnframt því sem þeir æsktu ekki eftir þeim heiðri, sem því er tengdur? Bæði að uppruna, tungu- máli, uppeldi og menntun var Abram Fischer húinn undir nytsamt starf án þess að láta pólitíska ókyrrð trufla sig í landi, sem lætur sér fátt um finnast þá, sem mótmæla. Fyrstu pólitísku tilhneigingar hans gerðu hann að félaga i Búasamtökunum Afrikaner Broederbund. í stað þess kaus hann að gerast kommúnisti, því hann áleit að kommúnistarnir einir væru reiðubúnir að færa þá fórn sem Suður-Afríka krefst. Eftir að þessi ákvörðun var tekin, tók
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.