Réttur


Réttur - 01.07.1966, Qupperneq 19

Réttur - 01.07.1966, Qupperneq 19
Réttur 219 innlends afturhalds mun ekki takast að snúa við rás sögunnar.Komm- únisminn — hugmyndafræði hins vísindalega sósíalisma — verður ekki upprættur í Indónesíu. Hann er hlutlægt lögmál þróunarinnar, og með reynslu á þjóðlegum og alþjóðlegum vettvangi er gefið fyrir- heit um að Kommúnistaflokkur Indónesíu muni standa af sér alla storma. Asamt öðrum frelsisunnandi öflum í landinu og með hjálp verkalýðsins í öllum heiminum mun hann fyrir víst koma sigursæll úr átökunum við samsæri heimsvaldasinna og afturhaldsafla gegn indónesísku þjóðinni. Hann mun verða áfram sem hingað til for- ustusveitin til verndar málstað byltingarinnar í Indónesíu og leggja lið þjóðfrelsisbaráttunni annars staðar í heiminum, lýðræði, félags- legum framförum og friði. [Ofsóknirnar í Jndónesíu gegn kommúnistmn hófust í október s.l. með fang- elsunum og fjöldamorðum. Erfitt hefur reynzt að fá öruggar fregnir af þeim ógnum sem yfir landið hafa gengið og breytilegar tölur eru nefndar um þá sem látið hafa tífið í ofsóknunum. Allar upplýsingar hníga þó í þá átt að nokkur hundruð þúsund manns hafi verið drepnir. Hér skulu tilfærð örfá dæmi úr þekktum borgaralegum blöðum erlendum. Brezka daghlaðið Guardian hefur þetta eftir fréttaritara sínum í Djakarta 7. apríl s. 1.: „Áætlaðar tölur um fjölda þeirra Indónesa sem hafa verið drepnir í blóðs- úthellingunum eftir stjórnarbyltingartilraunina 30. sept. fara hækkandi eftir því sem greinilegri fréttir berast frá fjarlægari stöðum. Einn af sendiherrum Vesturveldanna telur 300 þúsund varlega áætlað, aðrir gizka á hærri tölur. Ferðamaður þaulkunnugur á Bali og sem talar tungu innfæddra þar segir frá fjöldaaftökum í mörgum þorpum. Embættismaður í Surabaja viðurkennir um 200 þúsund aftökur á Balí sem hefur 2 milljónir ibúa. Áætluð tala fallinna á Súmatra er 200 þúsund og á Java er svipuð tala talin algert lágmark. Ef bætt er við þeim sem fallið hafa á Borneó, Súlawesi og öðrum eyjum fer taian upp fyrir 600 þúsund ... Það virðist augljóst að meirihluti þeirra sem fallið liafa séu saklaus fórnar- dýr pólitísks ofsóknarhrjálæðis . .. Víða í landinu hrönnuðust líkin upp í ám og fljótum og mynduðu stíflur ...“ Stórblaðið Times í London hirti 13. apríl frásögn fréttaritara sem var nýkom- inn frá Indónesíu: „Hámarkstalan sem ég fékk um fjöldamorðin hjá indónesískum hershöfð- ingja var 150 þúsund, en ýmsir starfsmenn sendiráðanna telja að allt að 500 þúsund hafi verið drepnir ...“ New York Times birtir grein eftir Sulzberger 13. apríl: „Einu grimmasta blóðbaði sögunnar er enn ekki lokið í Indónesíu. Fleira fólki hefur verið slátrað hér undanfarna sex mánuði en allan tímann í styrj- öldinni í Víetnam. Það er ekki hægt að nefna neinar öruggar tölur um fallna. Mjög varkár sendiráðsmaður telur þá samtals 300 þúsund, aðrir nefna hærri tölur.“]
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.