Réttur


Réttur - 01.07.1966, Page 48

Réttur - 01.07.1966, Page 48
248 RÉTTUR færa — og hefur raunar ætíð verið svo á íslandi — með tilliti til atomstríðshættunnar einmitt á þeim slóðum. Vafalaust eiga sósíalistískir flokkar í mestöllum auðvaldshluta Evrópu, — jafnt kommúnistískir, sósíaldemókratískir sem aðrir, — eftir að endurskoða mjög skipulag sitt og alla starfsemi með lilliti til þessara baráttuskilyrða. En það mættu borgaraflokkarnir einnig gera. Er rétt að íhuga aðstöðu og vald flokka í lýðræðislegum auð- valdsþjóðfélögum Evrópu með nokkrum orðum og á það og við hér heima. 3. Flokkar og ffokksvold sem lýðræðislegt vondamál Þróun sterkra, agaðra, mjög samstæðra stjórnmálaflokka hefur verið eitt höfuðeinkenni í stjórnmálaþróun 20. aldar. Flokkarnir eru valdatæki þeirrar stéttar, sem þeir eru fulltrúar fyrir. En jafn- framt hefur þróunin orðið sú, jafnvel í flestum flokkum, að hin raunverulegu völd hafa færst í hendur lít.ils hóps manna, jafnvel örfárra, en einstaklingsfrelsi og lýðræði að sama skapi dvínað. Er það ekki ólík þróun þeirri, sem gerzt hefur í atvinnulífinu: að völd- in í því færast á fáar hendur sakir tækni- og skipulagsbyltingar þeirrar, er heimtar æ stærri rekstur og stærr.i heildir og safnar þann- ig fjármálavaldi á fáar hendur. Borgarastéttin reynir oft að halda því fram, að ofangreind þró- un sé einkenni á flokkum sósíalistískra þjóðfélaga. En hún hefur ekki síður gerst í borgaraflokkunum, einnig hér heima. Það er t. d. mjög eftirtektarvert hvernig Sjálfstæðisflokkur.inn hefur breytzt á síðustu 29 árum í þessum efnum: orðið hlýðinn og auðsveipur þingflokkur örfárra foringja, þar sem verið er að þurrka meir og meir út persónuleika einstaklinganna, svo ekki sé talað um lýðræði fólksins í flokknum. Fyrir tveim til þrem áratugum gátu t. d. þingmenn hans haft mismunandi afstöðu við stjórnarmynd- anir og lengi eimdi eftir af þessu sjálfstæði hjá hinum eldri mönn- um og einstakir hópar þorðu að beita sér fyr.ir einkamálum ein- stakra stéttahópa. En nú drottnar fámennur hópur stjórnmálafor- ingja og ríkustu heildsala og fjármálamanna svo gersamlega í flokknum, að eigi aðeins hagsmunir almennings, heldur einnig sjávarútvegs og iðnaðar, eru gersamlega bornir fyrir borð til þess að þóknast hagsmunum heildsala og verðbólgubraskara. — Og Sjálfstæðisflokkur.inn er ekki einn um þessa þróun. Jafnhliða þessari tilfærslu valdsins gerist og það, að einstaka sér- íræðingar valdaflokka ná úrslitaáhrifum um að ákveða stefnu, sem

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.