Réttur


Réttur - 01.10.1931, Side 2

Réttur - 01.10.1931, Side 2
194 líÉTTUR [Rjettur maðurinn til útlanda, en þorpsbúar fengu innan úr kindunum. Það tók Geirmund svo mörg ár að rækta þennan mel og koma sér upp húskumbaldanum, sem hann bjó í, að hann var nú orðinn gamall maður og slitinn af erfiði, því það var svo sem ekki eins og hann gæti varið öll- um sínum tíma og starfskröftum í þetta melkot. Hann þurfti líka að vera í daglaunavinnu hjá kaupmannin- um, skipa upp kolum og salti og allskonar varningi, og út fiski og kjöti, því öðruvísi gat hann ekki eignast timbrið í kofann, tjörupappann og naglana, allt varð hann að fá hjá kaupmanninum, og hann vildi fá það borgað, sem von var. Eiginlega voru kofarnir þrír, fyrst einn með risi eins og hús, og svo tveir skúrar, sem stóðu eins og æxli, sinn í hvora áttina, út úr aðal- kofanum. Skúrana hafði hann byggt eftir því sem krökkunum fjölgaði og meira dróst saman í reikning hans fyrir daglaunavinnuna. Hefði hann aldrei gift sig, þá hefði hann getað komizt af með einn skúr, sloppið við að rækta melinn og átt dálítið til elliáranna. En Geirmundur vildi lifa eins og aðrir menn og því fór sem fór. Börnin hans vildu líka lifa eins og önnur börn, fá mjólk að drekka á meðan þau voru lítil og hafa sitt eigið rúm, þegar þau fóru að stækka, svo dóu sum þeirra og þá þurfti að borga prestinum fyrir það, eins og öðrum prestum. Nú var Geirmundur, sem sagt, orðinn gamall og slitinn og átti ekkert annað en þenn- an kofa og blettinn í kring um hann. Fyrir fæði fjöl- skyldunnar þurfti hann að vinna meðan hann lifði og naumlega mundi fasteignin hrökkva fyrir útförum hennar. Samt mátti þetta heita góð afkoma í þessu sjávarþorpi, þar sem flestir skulduðu meira en þeir nokkurn tíma mundu geta borgað. Kerlingin hans Geirmundar var alltaf sílasin og þau höfðu nú orðið aðeins eitt barnið hjá sér, hálfvita, sem hét óli, eða

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.