Réttur


Réttur - 01.10.1931, Page 3

Réttur - 01.10.1931, Page 3
Rjettuv] RÉTTUR 195 eitthvað því um líkt, sem hálfvitar í sjávarþorpi eru vanir að heita. Geirmundur hugsaði nú, að hann væri búinn að vinna sér óaðfinnanlegan rétt til þess að mega sitja í þessu landnámi sínu, þangað til hann yrði fluttur inn fyrir þorpið, í gróðurlausa melinn, sem nefndist kirkju- garður. Hann hafði etið sitt tros, byggt kumbalda, ræktað túnblett og búið til hreppsbúa, þó einn þeirra væri nú raunar dálítið misheppnaður, hálfviti, unnið daglaunavinnu hjá kaupmanninum og greitt allar þær tegundir af sköttum, sem fáanlegar voru í þessu sjáv- arþorpi, en þetta fór á annan veg. Kaupmaðurinn í þorpinu var hinn mesti dugnaðar- maður, sem með framtaki einstaklingsins hélt taumum allra hinna trosetandi í sinni stjórnsömu hendi. Hann var maður stórvaxinn og útlimaþungur. Andlitið var eins og það hefði aldrei verið fullgert, heldur bar keim af óskapnaði hins upprunalega. Augun lágu utarlega og gerðu svipinn framhleypinn, allt látæðið var frekar ótamið og stökkvandi heldur en meitlað festu og vilja. Með áræði og harðfylgi hafði hann unnið sér inn mikið fé og ríkti nú yfir þorpinu eins og einvaldur. Um fjölda mörg ár hafði hann farið um þetta sjávarþorp eins og fellibylur og stappað fram hús og báta og menn til þess að láta vinna fyrir sig. Hann lét sig allt skifta og hafði fjárhagslegan hagnað af öllu, sem hann horfði á. Nú var hann orðinn ríkur og vambmikill, umbrot hans orðin hægari og reglubundnari, eins og vélar, sem hefir verið endurbætt og vinnur meira þó hún skrölti minna. Með aðkomu rólegri tilveru skaut nú nýju við- fangsefni upp í huga þessa tröllaukna manns. Hann kærði sig nú ekki um að safna meira fé en því, sem jafnt og þétt rann í vasa hans, fyrir sakir þess fyrir- komulags sem hann hafði grundvallað með dugnaði sínum. Nú ætlaði hann þvert á móti að eyða fé og reisa sér með því ógleymanlegan minnisvarða í sjávarþorp- «3*

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.